Auka verður tvöföldun akgreina á álagsblettum á hringveginum.

Ríkið / Vegagerðin mega ekki falla í sömu gryfju og Reykjavíkurborg að hundsa aukna umferð og lagfæra ekki álagsbletti. Stóru mistökin sem eru að birtast ökumönnum á Hellisheiði verður að lagfæra og gleyma verður 2+1 lausnum sem eru bara RUGL.

Held að flestir geti verið sammála um að tímabært sé að opna 2+2 uppí Borgarnes og austur á Vík. Ein hlýtur að koma þrýstingu á að auka flutning getu vegar til Þingvalla og upp að Gullfoss og Geysi.

Gleymum ekki að vegamannvirki eru arðvænsta fjárfesting nútíma þjóðfélags. Má þar skoða arðsemi Hvalfjarðargangna t.d. Gangnagerð er góð fjárfesting og núna liggur fyrir að ný Hvalfjarðargöng eru orðin arðvænsti kosturinn í jarðgangnagerð á Íslandi.


mbl.is Aldrei fleiri um Hringveginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband