Áróður fyrir LÍÚ og verið að reyna að réttlæta frekari árásir á gengi krónunnar.

Hækkun gengis krónunnar er beinn hagur allra laun-, örorku og lífeyrisþega.

Ríkisstjórn LÍÚ hefur verið að gera allt sem þeir geta til að halda niðri krónunni. Með því halda þeir uppi óða gróða útgerðarinnar á kostnað launþega og sérstaklega elli og örorkulífeyrishafa.

Þessi handstýring á gengi krónunnar er ekki bara siðleysi heldur hreinn glæpur gagnvart lífeyrisréttindum eldriborgara sem missa miljónaeignir sínar í lífeyrisréttindum.

Víst getur þetta haft áhrif á fjölgun ferðamanna en við höfum ýmis ráð til að koma þar til móts við greinina með því að afnema öll gjöld á móti hækkun gengis krónunnar.

Hækkun gengis krónunnar er hrein kjarabót okkar allra launþega og sérstaklega örorku og ellilífeyrisþega. Með því í stað þess að halda aftur af hækkun gengisins ættum við að stoppa fyrirhugaðar tollalækkanir á aðrar vörur en matvæli og stórauka fiskveiðar á þorski og öðrum vannýttum tegundum eins og karfa ufsa og ýsu. Auka þannig útflutnigstekur og stefna í að ná gengi Evrunnar niður í 120 krónur og með því stór bæta kjör allra launþega í landinu. Á móti yrðu öll opinber gjöld á flug og aðra ferðaþjónustu lögð niður og matarskatturinn aflagður og innfluttur bjór og léttvín lækkar einnig í verði og yrði það til að ganga enn frekar í augun á ferðamönnum.

Fjármála ráðherra hefur verið óhræddur við að lýsa því hvernig hann hefur beitt sér fyrir að borga niður hagstæð langtíma lán og Seðlabankinn verið látinn kaupa gjaldeyri á síðustu misserum fyrir yfir 200 milljarða. Allt til að viðhalda óðagróða útgerðar eins og fyrr sagði og núna á að afnema toll á "öllu nema" matvælum sem mun auka innflutning og þar með viðskiptahalla og halda niðri gengi krónunnar og uppi gróða útgerðar.

Ef hér er verið að leggja inn fyrir gengisfellingu verðum við að rísa upp gegn slíku sem er ekkert nema olía á verðbólguna og kjör okkar launþega og íbúðaeigendur.

 


mbl.is Keypt fyrir 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband