30.10.2015 | 09:00
Gleymist ekki að reikna með þeim sem var hent út á götu???
Kosningaáróður ríkisstjórnar LÍÚ toppar sig með hverri viku og hræðslan við Pírata "hreifingu fólksins" magnast.
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í frjásu falli og lyga áróðurinn fer stig vaxandi. Hér er horft fram hjá því að það sem lagað hefur skuldastöðu þeirra heimila sem komust með eignir sínar í gegnum hrunið er að batna af því að krónan er að styrkjast þrátt fyrir að kvótaflokkarnir hafi gert allt sem í þeirra valdi til að halda genginu niðri með handafli. Túrisminn hefur bjargað okkur frá að fara sömu leið og Grikkir ekki ríkissjórn LÍÚ.
Með því að fyrirfram borga upp hagstæð langtíma lán og kaupa upp gjaldeyrir til að viðhalda óða gróða útgeraðrinnar af lágu gengi er þessi ríkisstjórn búin að varpa miklum byrðum og hungri á eldriborgara sem misst hafa af milljarða verðmætum í lífeyrisréttindum og sitja eftir með sárt ennið á meðan útgerðin siglir seglum þöndum á lágu gengi leppa sinna á þingi.
Launþegar og lífeyrisþegar hafa ekki farið varhluta af þessu brölti Bjarna með gengið og skyldi það ekki hafa kostað einhver gjaldþrot heimila og niðurbrot.
Við öll verðum að skilja að við eigum ekki samleið með útgerðinni sem í skjóli EINOKUNAR á kvótanum veður yfir allt og alla og skeytir engum um velferð þjóðarinnar sem búin er að tapa þúsundum milljarða á kvótakerfinu og skortveiðistefnunni sem útgerðin hefur komist upp með að viðhalda.
Skuldastaða heimila hratt batnandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þú hittir naglann á höfuðið.
Ég hef rannskað þetta sérstaklega í starfi mínu á þessum vettvangi, og tók Íbúðalánasjóð sem dæmi en hann er stærsti lánveiandinn á húsnæðismarkaði. Niðurstaðan var sú að tölur um "fækkun" heimila í vanskilum hjá sjóðnum helst algjörlega í hendur við nauðungarsölur.
Það er einfaldlega verið að mála fallega mynd, af ljótu ástandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2015 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.