22.10.2015 | 08:34
Þrátt fyrir að öfl í þjóðfélaginu geri allt til að eyðileggja afkomu Smábáta
Frjálsar veiðar smábáta undir t.d. 12 metrum er eina vitið. Að vera með þessar takmarkanir sem öfl í þjóðfélaginu er búin að fá að eyðileggja eins mikið og þeir geta er bara stóra tímaskekkjan í þessu landi.
Frelsi með ábyrgð er það sem koma skal þar sem smábátar mega róa 5 daga vikunnar (120 tíma) yfir sumartímann án afla hámarks og síðan styttri tíma yfir haust, vor og vetur. Allur fiskur á markað að sjálfsögðu. Þetta værir ekki bara leiða út úr mannréttindabrotunum sem nú eru framin á sjómönnum heldur gífurleg lyftistöng fyrir frjálsa fiskframleiðendur sem eru háðir fiski á mörkuðum.
Frelsi á veiðar smábáta væri stórt byggðarstefnu mál og myndi hleypa lífi í minni og meðalstór byggð hringinn í kringum landið.
Brjótumst út úr fáránleika kvótans sem hefur ekki gert neitt nema illt fyrir þjóðfélagið, byggðirnar og sérstaklega alla sjómenn á landinu.
Smábátar skiluðu 23,1 milljarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.