Meðan fólk nær ekki endum saman á að hækka skattleysismörkin

Fíflagangurinn í kringum þessa ríkisstjórn ríður ekki við einteyming. Fólk með 650 til 700 þús krónu tekjur á að fá mesta skattalækkun (um 12 þús á mán) á meðan láglaunafólk fær enga skattalækkun.

Hefði nú ekki verið ráð að hækka skattleysismörkin svo allir nytu einhvers ávinnings af skattalækkununum og láglaunafólk, lífeyris og bótaþegar hlutfallslega mest? Nei hér leyfa ríkisstjórnaflokkarnir sér að nota skattkerfið til atkvæðaveiða.

Vonandi sameinast stjórnar andstaðan um að ráðast gegn þessum skattalaga breytingum og gefur sig ekki fyrr en skattleysis mörkin verða hækkuð svo ávinnist sama niðurstaða fyrir skatttekjur þjóðarinnar. Skattkerfið er ekki veiðarfæri atkvæða fyrir falska stjórnmálamenn.

Svo kvartar maðurinn um virðingarleysi þjóðarinnar? Menn ávinna sér virðingu með hegðun sinni, Aldrei hef ég orðið var við annað eins undirferli, fals og óheiðarleika hjá nokkru fólki á Alþingi og núna .... nema ef vera skyldi hjá sama fólki og var í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili.

Það er bara eitt orð yfir svona hegðun ráðamanna VIÐBJÓÐSLEGT.


mbl.is Millitekjufólk hagnist helst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband