22.8.2015 | 09:08
Eigum við ekki að fagna að færeyskur makríll fari til Rússa og rýmki um á öðrum mörkuðum.
Frábært að frændur okkar Færeyingar geti notað sér svigrúm til Makrílsölu til Rússa og rýmki þar með þörf fyrir makríl á öðrum mörkuðum.
Niðurstaða þessa ferlis skilur bara eitt eftir sig. Við höfum falið aulum sem búnir eru að gera sig að fíflum fyrir framan alþjóð EINOKUN á auðlindum þjóðarinnar. Aulum sem hlegið er að allstaðar á Norður hveli jarðar.
Skilyrðislust AFNÁM kvótans og upp taka Sóknarmarks með allan fisk á markað þar sem dagar verða seldir hæstbjóðanda mun færa þjóðinni aftur fólk sem kann og nennir til að reka sjávarútveg sem skila mun þjóðinni arðinum sem við eigum skilið út sjávarútvegi. Ekki aðalega í gegnum gjaldið heldur sérstaklega í flæð fjár um hendur fólksins um allt landið. Þar verða auðævi þjóðarinnar tii.
Mala gull á viðskiptabanninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ólafur Örn. Það gleður mig innilega að Færeyjar geti selt sinn afla til Rússlands.
Mér finnst Færeyjingar svo sannarlega verðskulda velgengni.
Ég er Færeyjingum eftirminnuglega og innilega þakklát fyrir að þeir lánuðu okkur rugludöllunum á Íslandi skilyrðislaust, eftir bankaránin heimsfrægu.
Nú eigum við hér á skerinu í norðrinu, að fá okkur reykofna og pökkunarvélar til að auka vermæti makrílsins áður en hann fer úr landi. Unga fólkið getur fengið að vinna fyrir skólagöngu og bústað, í frítímum. Það væri heilbrigt og uppbyggilegt líf, fyrir þau ungmenni sem hafa heilsu til þess.
Því miður hafa stjórnlausir og ábyrgðarlausir grunnskólar komist upp með að gera börnin að vöðvasjúkum kyrrsetu-áttatíma-vöðvasjúklingum, með tilheyrandi andlega fylgisjúkdóma. Hollur, omega auðugur og feitur makríll er nauðsynlegt heilafóður fyrir börn og fullorðna. (Omega bætir lestrarfærni barna og fullorðinna að einhverju leyti).
Vel verkaður makríll er ómetanlega hollur heimafenginn baggi. (Staðreynd sem gleymist stundum í hagfræðiumræðu nútímans).
Við megum aldrei gleyma hvernig verðmæti nýtast almenningi í verka/verðmætasköpunarstöðu í raunverulega jarðlífinu. Raunverulega jarðlífið er með grunnstoðir sínar utan við óraunveruleika peningafölsunarbanka/kauphalla jarðarinnar.
Það er aldrei of seint að horfast í augu við að við höfum hagað okkur illa sem þjóðarembættiskerfis-valdhafar í svokölluðu sjálfstæðu og fullvalda ábyrgu stjórnsýsluríki.
Þöggun og ótti eru hættulegustu vopn kúgara.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2015 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.