Bankarnir (alla vegna LÍ) eiga bjóða lánaleiðir fyrir fólk sem borgar 150 þus í leigu.

Það er furðulegt að fylgjast með því að í ríkisstjórn sitji Sjálfstæðisflokkurinn sem á árum áður hvatti til og opnaði leiðir fyrir fólk að eignast sínar íbúðir. Nú sitja þingmenn flokksins (lítill stafur) hjá þegar þeir horfa á fólki mokað út úr húsum sínum eftir milljóna þjófnað á eignarhlut sínum og síðan fast á leigumarkaði þar sem leiguverð er algert brjálæði.

Ef fjölskylda getur borgað 150 þus eða yfir 1.000 Evrur í leigu á mánuði EIGA bankarnir að geta lánað þeirri fjölskyldu 100% lán til íbúðakaupa þar sem fólk borgar stíft fyrstu 5 árin en fær þá eðlilega endurfjármögnun til 40 ára.

Þetta eiga stjórnvöld að gera. Gleyma skal öllum hugmyndum um að gefa Landsbankann heldur breyta bankanum í "banka allra landsmanna" og ná okkur út úr þeim fáránleika sem bankastarfsemi er komin í í dag.

Þessi banki mun taka til sín öll kvótalán og innheimta til að skera völdin undan kvótahirðinni og í þennan banka skulu allir landsmenn sem það vilja geta flutt íbúðalán sín og fengið "Evrópu kjör" á sín lán.

Leigu verð og lána ruglið á Íslandi eru ekki óumflýjanlegar náttúru hamfarir. Heldur mannanna verk. Verk sem við sem þjóðfélag verðum að breyta. Ómöguleiki? Néi ef það er vilji þá er vegur


mbl.is Óhagstætt að leigja í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg, Ólafur Örn.

Kveðja, Kristján Pétur

Kristján P. Gudmundsson, 12.8.2015 kl. 06:32

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Takk fyrir það Kristján

Ólafur Örn Jónsson, 19.8.2015 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband