9.7.2015 | 09:04
Hvaða dómsdags rugl er þetta? Og ekki á matvöru????
Það er eins og Sjálfstæðisflokkurinn með Fjármálaráðherra í broddi fylkingar sé búinn að finna erkióvininn.
Hinar vinnandi stéttir, bóta og lífeyrisþegar. Hér er svindlað á genginu og því haldið alltof lágu með alls konar kúnstum og skattar og gjöld á þá sem liggja uppá ríkiskistunni lækkuð en ráðist á þá sem verst urðu úti í hruninu (sem útgerðin olli)og verst eru stæðir í þjóðfélaginu.
Ef það er svigrúm (sem ekki var/er í kjarasamningnum) væri þá ekki nær að hækka persónu afsláttinn?? Eða afnema tolla á matvæli og nauðsynjar og bíða með lúxus varning??
Forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar er einstök og vona ég að fólk skilji að fyrst verðum við að éta áður en við byrjum að eyða gjaldeyri í óþarfa.
Boðar afnám allra tolla 2017 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Láglaunastefnan gefur tekjuafgang...
Jón Páll Garðarsson, 9.7.2015 kl. 12:43
Ætli það sé ekk deginum ljósara hverjm manni ljóst að með því er verið að vernda innlenda framleiðslu.
Hörður Einarsson, 9.7.2015 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.