Þetta var enn eitt skíta plottið í að knýja fram EINOKUN og fyrirsjáanleika.

ALLT sem útgerðin er að bralla er þaul skipulagt og gert til að villa um fyrir almenningi í baráttu þeirra að komast út úr einnar árs reglugerðum varðandi kvótann. Þeir vilja koma í veg fyrir að ein ríkisstjórn geti afnumið kvótann eins og núna er.

Síðan fyrir kvótakerfið hefur alltaf verið notast við reglugerðir til eins árs. Í sóknarmarkinu var í desember ár hvert gefin út reglugerð varðandi þorskdaga og sama hefur verið gert í kvótakerfinu þar sem ráðherra samkv 3 grein laga um stjórn fiskveiða gefur út reglugerð til eins árs þ.e. 1 sept til 31 ágúst. Svo það er enginn ómöguleiki í því að hverju ári sé stjórnað með reglugerð.

Þegar útgerðin segir að það þurfi aukinn "fyrirsjáanleika" (eitt af mörgum nýyrðum) til meiri fjárfestinga í útgerðinni á það ekki við um að auka fjárfestingu í skipum og húsum heldur að geta selt kvótann á hærra verði.

Hvað varðar skip og tæki er yfirdrifið nóg og hefur alltaf verið að hafa veiðileyfi við Ísland.

Við þjóðin verðum að vera á varðbergi því að það er sannarlega verið að reyna að véla veiðiréttinn af þjóðinni og valda þannig öllum Íslendingum varanlegum fjárhagsskaða sérstaklega komandi kynslóðum sem munu búa við skert tækifæri allt sitt líf.


mbl.is Telja ráðherra hafa brotið lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband