22.6.2015 | 15:57
Hef aldrei skilið skattlagningu á vasa útlendinga. Þeir borga skatta heima hjá sér.
Hvers vegna þessa skattagræðgi alltaf hreint? Eins og við borga útlendingar skatta heima hjá sér og við borgum skatta hérna.
Við höfum verið einstaklega lánsöm að hingað hafa streymt ferðamenn og ekki síst vegna brautryðjendastarfs manna eins og Gríms í Bláa lóninu sem er orðið vörumerki um allan heim.
Tökum útlendingum vel og bjóðum þeim að kaupa hér þjónustu og vörur en látum vera að nýðast á veskinu þeirra með skattheimtu.
Gera Bláa lónið tortryggilegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ólafur, á hverju heldur þú að ferðaþjónustulönd lifi?
Kolbrún Hilmars, 22.6.2015 kl. 17:05
Þótt að gestir Bláa lónsins séu um 90% erlendir, þá er EKKERT sem réttlætir það að fyrirtækið greiði ekki VSK eins og aðrir. Það á að FÆKKA undanþágum í VSK kerfinu (helst eiga þær að vera 0).
Jóhann Elíasson, 22.6.2015 kl. 17:14
Einmitt, Jóhann..Sérstaklega þegar horft er líka til greinilegrar getu fyrirtækisins (sjá t.d. hagnað og arðgreiðslur) að þá er enginn þörf á því að púkka sérstaklega upp á einhverja gæðingagæsku endalaust og "undanþágur" eða eitthvað og eitthvað sem vekur upp grunsemdir t.d. á pólitískri fyrirgreiðslu.
Már Elíson, 22.6.2015 kl. 19:20
'UTLENDINGAR LÁTA EKKI RÆNA SIG HER OFTAR EN EINUSINNI !!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 22.6.2015 kl. 20:19
Rétt er það, Erla - Útlendingur einn á mínum vegum fyrir nokkru hætti við að fara í Bláa Lónið vegna verðs, en ég sá aumur á honum og gaf honum í Lónið og keyrði hann svo þangað til að hann fengi nú upplifunina sem allir tala um. En hvernig hann talaði þetta niður, og hvað ég skammaðist mín fyrir Bláa Lónið (og landið) og þá hugsaði ég.."Hvernig talar hann um þetta heima fyrir...?"
Þetta okur er til skammar og þessi hugsanaháttur og siðblinda í Grími.." Hvernig stendur þá á þessari aukningu...?" - Það eru náttúrulega nýir og nýir gestir á eyjunni en á endanum er það umtalið sem fellir, landið og lónið.
Már Elíson, 22.6.2015 kl. 20:29
Skil ekki þessa tilvísun í skattagræðgi og tengingu við útlendinga í upphafi pistilsins. Málið snýst ekki um það. Það er almenn venja í skattinnheimtu að innheimta VSK eða söluskatt, hvort sem það nú heitir, af vöru/þjónustu á þem stað þar sem varan/þjónustan er keypt. Þar skiptir engu máli hvort um er að ræða útlendinga eða landsmenn. Hinsvegar fellur starfsemi Bláa lónsins undir starfsemi sundstaða og af slíku er ekki innheimtur VSK. Það breytsit þó um áramót eins og kemur fram í fréttinni.
Erlingur Alfreð Jónsson, 23.6.2015 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.