Lögreglan á að læra að umgangast fólk ekki skjóta það

Fasisminn sem upphófst og var fylgi fiskur "hinna Kristilegu gilda" í Sjálfstæðisflokknum er enn að grafa um sig innan lögreglunnar. Það hlýtur að verða hlutverk komandi stjórnvalda að brjóta niður þessa byssu og ofbeldisvopna væðingu sem grefur um sig innan lögreglunnar.

Taser byssurnar eru miklu hættulegri en af er látið eins og mörg nýleg dæmi sýna og hafa bæði drepið og limlest fólk varanlega. Ekkert í íslensku þjóðlífi gefur ástæðu til að halda að lögreglan þurfi á þessum tólum að halda nema þá til að DREPA fólk sem er að mótmæla "vanhæfum ríkisstjórnum" á Austurvelli sem fer meikið í taugarnar á Eimreiðar liðinum um þessar mundir.


mbl.is Beita sér fyrir upptöku rafbyssna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessu til stuðnings er vitnað í erlendar rannsóknir sem sýna lægri meiðslatíðni samfara upptöku svona tækja. Að sjálfsögðu fylgir því lægri meiðslatíðni að nota rafbyssur heldur en hefðbundin skotvopn. Með þessu er hinsvegar algjörlega litið framhjá þeirri staðreynd að almenn lögregla hér á landi hefur fram til þessa ekki verið vopnuð byssum yfir höfuð. Það er því ekki með neinu móti hægt að halda því fram að slíkar rannsóknir séu yfirfæranlegar á íslenskar aðstæður. Auk þess bjóða slíkar réttlætingar bara heim hættunni á því að þetta verði ofnotað, ef undirbúningurinn felst í því að telja öllum trú um að þetta sé svona ofboðslega "öruggt".

Það sem vantar algjörlega í umfjöllunina er sannleikurinn bak við þetta mál sem er sá að það eru umboðsaðilar hér á landi fyrir svona árásartól sem hafa beina hagsmuni af því að þetta verði innleitt, og þeir bíða í ofvæni eftir fyrstu pöntuninni. Sumir þeirra eru lögreglumenn sjálfir og því er þetta enn eitt lýsandi dæmið um íslenska spillingu, sem hefur ekkert með vandaða löggæsluhætti að gera heldur hið gagnstæða.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2015 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband