Sjómannadagurinn er og verður vettvangur málefna Sjómanna til góðs eða ills.

Við í Sóknarhónum vöktum athygli á nauðsyn þess að afnema kvótann og EINOKUN útgerðarinnar við hátíðahöldin á Sjómannadaginn. Gerum okkur grein fyrir að öll okkar vandamál væri auðleystari ef við afnemum kvótakerfið og EINOKUN útgerðarinnar.

Í dag líða sjómenn fyrir það að útgerðin hefur komist upp með að lækka kaup sjómanna á fiskiskipaflotanum með því að taka frá óskiptu alfaverðmæti áður en kemur til lögboðinna skipta við sjómenn. Má segja í dag að sjómenn taki þannig þátt í útgerðarkostnaði án þess að fá part í ofsagróða útgerðar.

Sama er siðan uppá teningnum þegar ný skip koma í flotann. Þá hirðir útgerðin núna 10% nýskipagjald af sjómönnum í 7 ár án þess að áhöfnin eignist réttilega hlut í skipinu. Þennan viðbjóð og yfirgang gegn sjómönnum verður að stöðva. Svona ofbeldi er ekki einka mál sjómanna heldur er þetta málefni okkar allra Íslendinga.

PS Mótmæli okkar fóru í alla staði vel fram og blásum við á öll ummæli um annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband