Það er ekki líðandi að þjóðin láti falsa fyrir sér úr púlti Alþingis. 50% gengisfellingin í hruninu er varin af þeim sem skríða fyrir kvótahirðina til að milljarða gróði af peningum þjóðarinnar renni óskiptir beint inní bankana og beint í vasa kvótahirðarinnar.
Þjóðin verður að láta hætta að ljúga að sér að hér sé einhverju hægt að breyta án þess að afnema kvótann með öllu.
Í eðlilegu umhverfi með Sóknarmark og allan fisk á Markað myndi afli stór aukast og skiptast á miklu fleiri hendur og dreifast hringinn í kringum landið. Sá gífurlegi virðisauki sem til yrði í þessu umhverfi sjávarútvegs myndi verða lyftistöng fyrir allt atvinnulífið og marka þannig veginn fyrir meiri auð til þjóðfélagsins en við höfum nokkru sinni séð.
Vilji fólk velferð á Íslandi aftur eins og við sáum fyrir kvótakerfið þá afnemum við kvótann með ÖLLU.
Ekki láta rotið lið fjórflokksins koma með neinn ómöguleika á að breyta fiskveiðistjórninni því það er ekki þörf heldur nauðsynlegt að skipta um kerfi.
Krónan ekki sjálfstætt vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.