4.5.2015 | 00:09
Fyrirsjáanleikinn er orðskrípi um aðferð til að hækka verð á kvótanum fyrir kvótabörnin.
Það er enginn ófyrirsjáanleiki í lygafalsi ráðherrans. Aldrei hefur á jafn undirförlan og lágkúrulegan hátt átt að fara bak við þjóðina. En sem betur fer var þjóðin undirbúin því versta og lætur þetta ógeðslega lið ekki draga sig lengur á asnaeyrunum.
Ráðgjafar ríkisstjórnar LÍÚ eru gamlir í hettunni og hafa séð um lygaáróður útgerðarinnar um langt skeið. Þeir fara mikinn en koma upp um sig og klæki sína með afglapalegum "nýyrðum" til að glepja um fyrir fólki eins og þetta orðskrípi "fyrirsjáanleiki" og núna í stað kvótasetja "hlutdeildarsetja".
Sem betur fer var fólk undir þennan skrípaleik búið og núna verður kvótakerfið ekki bara jarðað heldur verður þessi fáránlega stjórnmálastefna sem kenna má við Davíð-isma afnuminn með öllu. Nóg er komið af óheiðarleika og spillingu í kringum stjórnmálin og verður því nú að linna og þjóðin að fá sína nýju stjórnarskrá til að forða sér frá að inná Alþingi komist nokkru sinni aftur annað eins samansafn af bófum sem eru reiðubúin að reka rýtinginn í bak þjóðarinnar fyrir óheiðarlega hagsmunapotara.
Það eru allir á móti þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.