29.4.2015 | 10:31
Logið að þjóðinni og málgagn LÍÚ slær upp lyginni sem heilögum sannleik þegar raunin er allt önnur.
Í þann mund sem sögur af aflaskipi sem tók 90 tonna hal já ég sagði níutíutonn af þorski í einu hali til að fylla skipið koma lygasögur um að brottkast á þorski sé rúm þúsund tonn.
Sögur sjómanna sem ekki geta látið nöfn sín í umfjöllina um að frystitogarar hreinsi 5 og 10 tonn út úr mótökunni þegar nýtt hol er híft inn og bátar sem leigja sér kvóta á 215 til 225 kr kg hendi öllum smærri þorski.
Raka laus skortúthlutun á ýsu kvóta gerir það að verkum að bátar týna ýsuna beint í sjóinn.
Kæru lesendur rísum upp og afnemum kvótann og eyðilegginguna sem honum mun alltaf fylgja. Ekki láta neinn segja að hægt sé að laga kvóta kerfið því það er ekki hægt. Spillingin og þjófnaðurinn er innbyggður í kvóta sama hvernig hann er útfærður.
Við í Sóknarhópurinn.is boðum afnám kvótans og upptöku Sóknarmarks með allan fisk á markað. Við boðum að eftir ráðleggingar fiskifræðinga og sjómanna gefi ráðherra út þorskveiðidaga fyrir 3 tímabil á árinu og þá ræðst hvort þorskaflinn verið meiri eða minni en áætlað var og þjóðin mun eins og fyrir kvótakerfið njóta góðæranna sem af okkur er stolið í dag.
1.935 tonnum af ýsu var hent í hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.