19.4.2015 | 08:58
"Sáttaleiðin" og Makrílfrumvarpið leið fyrir útgerðina til ennfrekari lántökum og svínaríi.
Eins og Ingólfur Arnarsson lýsir svo vel í viðtalinu í Silfrinu er núna verið að reyna endurtaka skollaleikinn sem átti sér stað fyrir hrun. Þar sem stjórn fiskveiða var hundsuð en kvótinn notaður til að skuldsetja útgerðirnar og draga þannig fé út úr greininni.
Við þetta töpuðu við Íslendingar ekki bara milljörðum í töpuðum útflutningi heldur urðu þúsundir manna atvinnulaus og bæjarfélög og ríkið urðu af beinum tekjum.
Hér voru menn með skipulögðum hætti að leika sér með fjöregg þjóðarinnar. Gáfu skít í framtíð landsmanna á meðan þeir rökuðu sér ódýrum peningum sem þeir fjárfestu síðan heima og erlendis í eigin þágu.
Þessar fjárfestingar með ódýrum Matador peningum skekktu síðan allt þjóðfélagið og allt í einu var auður sjávarútvegsins farinn úr greininni bæði vegna skortveiði sem komið var á í gegnum hreðjar tök LÍÚ á Hafró og lántökum byggðum á eign þjóðarinnar kvótanum kominn inní banka hítina. Þar sem léku sér með auðævi þjóðarinnar á spilaborði græðgi og vellystinga á meðan lands byggðin varð af atvinnutækifærunum. Eignir fólks hrundu í verði og fjölskyldur splundruðust.
Kæri lesandi gerðu það fyrir mig að skilja hvað hefur átt sér stað og gerðu þér grein fyrir að þetta var gert að yfirlögðu ráði með skipulögðum hætti og nú á að leika sama leikinn aftur með nýja kvótafrumvarpinu og makrílfrumvarpinu. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að þeir komist upp með þennan glæp einu sinni enn er að AFNEMA MEÐ ÖLLU KVÓTAKERFIÐ. Taka upp aftur SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ í einhvern tíma ( 3 ár ) til að ná okkur frá þessari endaleysu.
Vinsamlega deilið þessu fyrir okkur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Óli, Sóknakerfið virkar ekki. Það verður gengdarlaust brottkast af þorski þá daga sem þarf að skrapa.
Það er allstaðar þorskur sem meðafli. Það var góð ufsaveiði suðvestan við land í apríl en meðaflinn var 20 upp í 40%.
Eina vitið er að gefa veiðar frjálsar á bolfisk til 5 ára með þann flota sem við höfum skráðann núna. Skrásetja allar veiðiferla með gerfitunglum og Hafró vinnur úr þeim. Eftir 5 ár er hægt að meta veiðiþol fiskistofna við íslandsstrendur.
Makrilveiðar verði frjálsar vestan við Dyrhólaey. Loðnuveiðum verði haldið í 100 þúsund tonna ársveiði.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 19.4.2015 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.