Sóknarmark og allur fiskur á markað ... er upphaf en ekki endir

Þegar litið er á fiskveiðistjórnina kemur greinilega fram að okkur gekk frábærlega og miklu betur við að hámarka afrakstur þjóðfélagsins af þjóðarauðlindinni fyrir kvótann en eftir að hann var settur á. Þrátt fyrir að nú sé heimsmarkaðsverð á fiski sé í dag meira en þrefalt á við það sem það var fyrir kvótann. 

Kvótakerið íslenska hefur ekki haft nein áhrif á heimsmarkaðsverð á fiski eins og útgerðin vill vera láta önnur en að við erum búin að missa markaðshlutdeild á okkar sterkustu mörkuðum.

Sóknarmarkið var gott kerfi til stjórnunnar fiskveiða og um það var alger sátt innan sjávarútvegsins. Núna höfum við það í hendi okkar þegar við erum komin á það stig að útgerðin er gjörsamlega búin að missa sig í yfirgang og græðgi að við verðum að komast frá þessu. Þá er ekki leið að reyna að flikka uppá ónýtt kerfi sem aldrei getur hjálpað okkur að hámarka afraksturinn eða setur okkur í áhættu að þurfa að bæta útgerðinni fyrir innköllun kvótans. 

Lög um stjórn fiskveiða eru tilbúin til að breyta um stjórn fiskveiða með einu pennastriki. Notum okkur það áður en leppar LÍÚ koma í veg fyrir að það sé hægt. Enginn ætti að efast um að okkur vantar nýtt upphaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband