Íslenskur efnahagur er handónýtur eftir 30 ár í kvótakerfi...sem nú á að FESTA í sessi

kvot

 

Fólk verður að fara að skilja að kvótakerfið hefur engu skilað í 30 ár öðru en skortveiði og töpuðum útflutningsverðmætum.

Ef við áætlum bara frá Hruni má fullyrða að við séum búin að tapa 80 milljörðum á ári minnst í útflutningstekjum. Þá má segja að fyrir utan hliðartekjur hafi ríki og borg tapað 20 milljörðum á ári eða yfir 100 milljörðum í hreinar / beinar tekjur af útflutningi.

Við verðum að skilja að þessi fáránlega aðferð við að stjórna sókninni í fiskistofnanna getur aldrei gengið því að við getum aldrei sagt til um veiðar næsta árs með neinni vissu með eins árs fyrirvara.

Yfir 70% af þjóðinni hefur allan tímann verið á móti kvótanum en aldrei hefur verið hlustað á okkur. Er ekki tími til að við brjótumst undan þessu oki spilltra leppa kvótahirðarinnar og afnemum kvótann og tökum upp réttlátt fiskveiðistjórnkerfi sem gerir bæði verndar fiskstofna og hámarkar arðinn af auðlindinni í hendur okkar eigenda auðlindarinnar.

Í dag vegna nú gildandi laga um stjórn fiskveiða getum við afnumið kvótann með einu pennastriki. Ef leppar LÍÚ koma sínum áætlunum fram þá verður kvótakerfið og eign fárra greipt í stein og mun taka blóðuga byltingu að ná aftur yfirráðum yfir fiskveiðum og vinnslu með enn meiri eyðileggingu.


mbl.is Íbúarnir við það að gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband