Þjóðin tapað 500 milljörðum króna á skortveiði stefnu LÍÚ frá hruni.

Frá upphafi kvótans 1983 hefur íslenska þjóðin tapað yfir 2000 milljörðum í útflutningsverðmæti á kvótakerfinu og þeirri skortveiðistefnu sem LÍÚ hefur komist upp með að stjórna.

Frá hruni hefur verið góðæri í hafinu allan tímann og má lauslega áætla að tapaður útflutningur verði 500 milljarðar í enda þessa árs. Þar af hefðu gjöld ríkis og sveitarfélaga orðið 100 milljarðar fyrir utan hliðar tekjur.

Stefnan í stjórn fiskveiða er alger geggjun og að láta fáeina menn komast upp með að koma á EINOKUN og sölsa með illa fengnu fé stærstan hluta kvótans undir sig er eins og að kalla landráð yfir þjóðina.

Gerum okkur öll grein fyrir að sem betur fer er réttur þjóðarinnar tryggður í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða ennþá. Við þurfum bara að kjósa HEIÐARLEGT fólk á þing þá geta þeir með einu pennastriki afnumið kvótann og sett á aftur Sóknarmark með allan fisk á Markað.

Gerum okkur grein fyrir að í dag hefur almennt heimsmarkaðsverð á fiski hækkað 3 falt síðan við höfðum síðast Sóknarmark og þá var útgerð rekin réttu megin við strikið og þjóðin byggðist hratt upp. Getið þið ímyndað ykkur hversu gróði landsmanna yrði í dag ef við ykjum veiðar á botnfisktegundum um 50% og vinnslan dreifðist um allt land?


mbl.is Verðmæti útflutnings vex um 36% milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband