Fiskur á markað og vegagerð.

Þegar okkur Íslendingum ber gæfa til að afnema kvótann og taka upp SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ verður eina áhersla ríkisins að sjá um að lagðir verði góði og öruggir vegir svo fiskflutningar gangi hratt og vel fyrir sig milli byggðarlaga og landshluta þess vegna.

Allar háþróaðar viðskiptaþjóðir eiga það sameiginlegt að hafa byggt upp háþróað vegakerfi og láta ekki flutningabíla með rándýra viðkvæma verslunarvöru staulast um örmjóa holótta drulluvegi (dirt road).

Með allan fisk á markað og góðu vegakerfi verður tryggt að þeir sem geta gert mesta verðmætið úr aflanum hafa forgang að bestu gæðunum og dýrasta fiskinum.

Flytjum úr moldarkofunum og úr Skagafirðinum því með réttu hugarfari eigum við erindi með fiskafurðir okkar á dýrustu markaði heims. Látum ekki EINOKUN og molbúahátt í veiðum og vinnslu eyðileggja líf og kjör landsmanna lengur.


mbl.is Fiskur út um allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband