Ef að ég sem eilífur trú maður á frelsi einstaklingsins og frelsi markaðarins til að hámarka afrakstur þjóðfélagsins af sterkri auðlind ætti að lýsa ÖFLUGUM SJÁVARÚTVEG þyrfti ég ekki að leita lengra en til SÓKNARMARKS Matthíasar Bjarnasonar þar sem frelsið skapaði þjóðinni bestu afkomu byggðri á útflutnings tekjum sjávarafurða. Þar sem gróskan varð hringinn í kringum landið og tekjujöfnun náði niður til hinna lægst launuðu og allir höfðu vinnu við hæfi. Þá var ÖFLUGUR SJÁVARÚTVEGUR Á ÍSLANDI þrátt fyrir að verið að kaupa "allan" flotann.
Hvað er það sem útgerðin SFS - LÍÚ eða hvað þeir vilja kalla sig kalla í dag ÖFLUGAN SJÁVARÚTVEG?
Jú afl sjávarútvegs í dag hefur ekkert með þjóðarhag að gera þar sem þeir nota afl sitt til að koma hér á og viðhalda SKORTVEIÐI sem sveltir þjóðina og búin að svelta menn út úr greininni bæði útgerðarmenn, fiskverkendur og sjómenn.
Ofur Afl óðaskuldsetningar þar sem milljarða skuldir eru notaðar sem hótun gegn sitjandi stjórnvöldum ef þau fara ekki í einu og öllu eftir þeirra kröfum varðandi lög sem varða útgerðina.
Ofur Afl EINOKUNAR til að svínbeygja sjómenn sem búa við vitlaust fiskverð, skerta skiptaprósentu, skert málfrelsi og búnir að vera samningalausir núna í yfir 4 ár.
Ofur Afl EINOKUNAR til að skikka öll þau fyrirtæki sem vilja hafa við þá viðskipti til að gerast meðlimir í svokölluðum SJÁVARKLASA og fara eftir reglum hans sem felast t.d. í að taka þátt með því að lána nöfn sín við auglýsingar LÍÚ OG REKA OG EKKI RÁÐA neinn sem hefur VITLAUSA skoðun á útgerðinni og kvótanum.
Ofur Afl til að nota eignatengsl sín í almennum fyrirtækja rekstri sem fengin var með kolólöglegum lántökum og núna á gróðanum af 50% gengisfellingu til að ráðskast með samtök eins og SA og keyra niður laun á almennum vinnumarkaði. Verum viss það eru mannanna verk.
Nei lesandi góður afl íslensk sjávarútveg er ekki fyrir þig heldur gegn þér.Þetta ofur afl er búið að kosta okkur í töpuðum útflutning 2500 milljara frá upphafi kvótans og tapaða markaðshlutdeild á okkar helstu þorskmörkuðum.
Þetta ofur afl kostaði okkur hrunið vegna óða lántöku útgerða sem var að róa á alltof litlum afla.
Af hverju kemur þú ekki til okkar á facebókina og gengur í sóknarhópinn okkar og gerir það fyrir sjálfan þig og fjölskyldu þína að berjast gegn þessum óþverra sem viðgengst í mikilvægustu atvinnugrein landsins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:47 | Facebook
Athugasemdir
Ólafur Örn. Ég myndi skrá mig á þessa stuðnings facebóksíðu, ef ég væri skráð á þá síðu. En ég ætla ekki að skrá mig á facebókina, en styð ykkur hérmeð á blogginu þínu.
Á hvaða laga og stjórnarskrárgrunni byggist þessi svokallaði SJÁVARKLASI, sem þú nefnir hér að ofan? Er það kannski alþjóðabankinn sem þykist ráða yfir þeirri nýjustu rányrkju-útfærslunafngift á óumdeildri landhelgiseign Íslandsbúanna?
Landhelgiseignin er í dag bankarányrkju SKULDAKLAFI á landsmönnum. Íslensk þýðing á SJÁVARKLASA er líklega SKULDAKLAFI almennings á Íslandi.
Það virðist oft gleymast í umræðunni að fiskurinn gengur sjálfala í landhelginni. Ekki er fiskeldiskostnaðurinn neinn fyrir þetta sjálftökulið glæpabanka-fyrirtækjanna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2015 kl. 11:09
Takk fyrir það Anna Sigríður. Sjávarklasinn byggir ekki á neinni lagasetningu. Prófessor í hagfræði við HÍ sem hefur verið hundur í bandi LÍÚ um áratuga skeið kom með þessa lausn þegar ég var búinn að upplýsa um athæfi Þorseins Má sem komist hafði upp með það að hringja í menn í greininni og hóta þeim öllu illu og láta reka þá úr greininni.
Nú er það svo í þessum sjávarklasa að þar verða allir að vera sem vilja hafa viðskipti við greifanna. Þeir verða að taka þátt í auglýsingum þeirra án þess að þurfa að borga neitt og þeir mega ekki hafa í vinnu eða ráða menn sem hafa vissar skoðanir á sjávarútvegi.
Anna við erum líka með heimasíðuna soknarhopurinn.is
Ólafur Örn Jónsson, 24.3.2015 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.