17.3.2015 | 12:23
Wow stór hagnaður af Bæjarfyrirtæki...væri gott fyrir Reykvíkinga að eiga BÚR núna?
Já þetta sýnir okkur að það þarf ekki alltaf að selja eignir sem bæjarbúar eða þjóðin á til að skapa góðan rekstur sem skilar hagnað.
Það var á sínum tíma fáránleg ráðstöfun þegar ein stærsta EIGN Reykjavíkurborgar BÚR var notuð til að hala buxurnar upp um "pabbastráka" sem komnir voru í fjárþrot með fjölskyldufyrirtækið.
Með því að sameina BUR og Ísabjörninn og selja síðan sem eina heild stór töpuðu borgarbúar á sölu BUR og ekki nóg með það heldur var farið þetta ört varðandi stór gróða fyrirtæki sem borgin átti.
Náttúrulega er hægt að reka með hagnaði fyrirtæki hvort sem þau eru í einkaeigu eða í eigu almennings bara spurning um aðferðarfræði. BUR leið fyrri það að vera undir "útgerðarráði" þar sem menn með enga kunnáttu í útgerð og fiskvinnslu komu saman og rústuðu starfi fyrirtækisins með afleitum ákvörðunum og afskipti að daglegu rekstri.
HB Grandi er glæsilegt fyrirtæki sem byggir á grunni BUR og má sannarlega kalla stolt Reykjavikur en með skynsamlegri yfirstjórn hefði sambærilegt fyrirtæki í dag verið í eigu Reykvíkinga ef rétt og heiðarlega hefði verið á málum haldið 1984.
Einkavæðing er góð en á ekki að byggja á að gefa (selja mjög ódýrt) eigur almennings.
Hagnaður Faxaflóahafna 644 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.