Pólitísk spilling er ástæða þess að hér er ennþá kvótakerfið þrátt fyrir að kvótinn hafi ekki skilað þjóðinni neinu nema tapi í 30 ár. 30 árum er tapað úr stjórn fiskveiða sem átti að færa okkur betri kjör og halda okkur í fremstu röð.
Hér sjáum við menn sem vísvitandi ætla að skrifa undir það að útgerðinni verður færð eignin á auðlindum sjávar.
Verði þjóðareign breytt í ríkiseign til að ríkið geti gert "nýtingasamninga" við útgerðamenn gerir það ríkissjóð ábyrgan fyrir öllum breytingum næstu 40 árin sem þjóðin kýs að gera á kvótakerfinu.
Þetta er mesta frekja og geggjun sem þjóðin hefur orðið fyrir og ekkert annað en stríðs yfirlýsing sem þjóðin, við öll verðum að takast á við. Hér fara fram siðlausir bæjarstjórar sem voga sér að taka afstöðu með siðlausu hyski sem hefur gersamlega misst sig í valdagræðgi, frekju og yfirgangi. Þetta veðum við að stoppa.
Bæjarstjórar vilja samningaleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ólafur Örn.
Lögum samkvæmt á þjóðin fiskveiðiauðlindina. Í stjórnarskránni er eign þjóðarinnar-þjóðfélagsþegna varin. Sama hvað hver hefur sagt og gert áður.
Þá er bara að senda Evru-útgerðunum skattsvíkjandi, rænandi og glæpsamlegu, digran fæðu-skaðabótareikning fyrir fæðu fiskanna í Íslenskri landhelgiseign almennings í löglegu og Stjórnarskrárvörðu landinu. EVRU-veiðileyfið Lúxemborgaða og skattasvíkjandi er siðlaust og dýrt afbrotaspaug.
Bankaveðsetningar-glæparánið á óveiddum fiski í sjó, innan landhelgi Íslands, náði ekki yfir þjóðfélagsþegnanna óumdeildu fiskibeitareign einstaklinganna sem búa löglega, heiðarlega og skattgreiðandi á Íslandi.
Setja dýran beitartoll á EVRU-risaútgerðina skattsvíkjandi, rænandi og ruplandi! Það er stjórnarskrárlega og lagalega óhrekjanleg krafa eigenda fiskveiðilandhelginnar.
Þeir Lúxemborgar-ofurútgerðar-EVRU-ræningjarnir "á Íslandi" vita víst ekkert um það, að á Íslandi er íslenska krónan enn löglegi gjaldmiðill íslenskra heiðarlegra skattgreiðandi, og þar með Íslenska ríkisins?
Sjávarbyggðirnar eru svo að sjálfsögðu rétthafar fæðuarðsins af miðunum sem liggja að þeim byggðum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2015 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.