18.2.2015 | 08:25
Frá komu kvótakerfisins hefur allt verið skorið niður
Eyðilegging kvótakerfisins og EINOKUNAR í atvinnulífinu hefur aukist allan tíman frá upphafi kvótans og núna eftir hrun þar sem með valdaplotti er búið að ná að lækka gengið varanlega fyrir útgerðina er eyðileggingin alger og á eftir að sjá það aukast enn frekar á næstu árum.
Í stað þess að láta spillta stjórnmálamenn komast upp með að framlengja og gefa útgerðinni nýtingaréttinn til eilífðar verðum við (já þið og ég) að afnema kvótakerfið og taka upp Sóknarmark með allan fisk á markað. Slíkt fyrirkomulag mun færa byggðarlögunum aftur það frumkvæði í veiðum og vinnslu og kraftur einstaklinganna mun nýtast allri byggð í landinu. Þannig munu varða til peningar í landinu og hjá ríkinu sem nýtast munu til uppbyggingar vegakerfis sem síðan mun nýtast fiskaupmönnum um allt land.
Við verðum að gera breytingarnar spilltir stjórnmálamenn munu ekki vilja eyðileggja SITT góða líf við borð Mogga hirðarinnar.
35 ár síðan bundið slitlag lengdist minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.