Sjávarútvegur á Íslandi er handónýtur! ..ekki auka aflann "þeir eru ennþá að deyja"

Það er alveg fáránlegt hve illa er komið fyrir íslenskri þjóð sem situr uppi með að meirihluti þjóðarauðlindarinnar í hafinu er kominn í hendur manna sem komist hafa upp með að fara inní stjórn Hafró og ráðskast þar með úthlutun aflaheimilda.

Seta manna tengdum og skipuðum af LÍÚ í stjórn Hafró þar sem þeir hafa komist upp með að hafa árhri á stjórn aflaúthlutana er hreint út sagt fáránleg þegar horft er til þess hvernig búin hefur verið til skortveiðistefna sem komið hefur í veg fyrir að þjóðin fáið notið afraksturs ríkar fiskimiða sinna.

Hvers vegna er það útgerðinni í hag að halda aftur af úthlutun aflaheimilda? Jú eftir að þeir komust upp með að þvinga á frjálsa framsalið á gerðu bankastjórar ríkisbankanna kröfu um að allur fiskur yrði í kvótans og búið yrði til skortframboð sem tryggði stöðuga eftirspurn og hátt verð á kvótanum.

Í kjölfarið á þessu komst lítil klíka innan LÍÚ upp með að byrja að FÆKKA í greininni. Með skortveiðistefnunni var komið í veg fyrir að smærri útgerðir gætu stækkað eðlilega (stjórn fiskveiða átti að skila meiri afla)  þrátt fyrir góðan rekstur og var lánamálum jafnvel beitt til að þvinga útgerðir til að selja frá sér kvótann (ekki má auka aflann því þeir eru ennþá að deyja) og hætta rekstri.

Í gegnum árin erum við búin að sjá þessa þróun og er ofbeldið kannski mest sjáanlegt í smábátaútgerð þar sem sárafáir eru eftir sem geta stundað fiskveiðar sem fulla vinnu en aðrir verða að sætta sig við strandveiðar þar sem þeir eru að fá 3 til 4 daga í mánuði til að veiða. Ofbeldi sem enginn starfandi sjómaður ætti að láta beita sig.

Við sem fiskveiðiþjóð þurfum að komast eins langt frá kvótakerfinu og spillingunni sem þrifist hefur í kringum kvótann og hægt er. Kvótakerfið er skömm á íslenskum sjávarútvegi, íslenska kvótakerið er skömm á íslensku þjóðfélagi og eyðilegging á afkomu þjóðarinnar.

Íslendingar eiga sitt eigin stjórnkerfi fiskveiða sem er SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ. Kerfi sem búið var til í sátt og í samvinnu við íslenska sjómenn og örðru vísi útgerðarmenn. Þar sem skynsemi var í stað græðgi þar sem heiðarleiki var í stað afkomu ofbeldis þar sem hagnaður þjóðar var í stað eigingirni. Í sóknarmarkinu varð mesta eignamyndun í sjávarútvegi og við stígum stærstu skref í kjaramálum almennings á Íslandi og uppbyggingu þjóðfélagsins látið ÁRÓÐURMEISTARA LÍÚ EKKI SEGJA YKKUR NEITT ANNAÐ. Staðreyndirnar tala sínu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta er hárrétt hjá þér. Ég var alltaf jafn hissa á viðbrögðum LÍÚ þegar Hafró tilkynnti niðurskurð. Þeir sýndu því alltaf jafn mikinn skilning og gerðu aldrei neina athugasend - fyrir utan hvað þeim þótti þetta leitt......Skortveiðistefnan var greinilega meðvituð ákvörðun og leynir sér ekki þegar aflatölur og ýmis ymmæli eru skoðuð.

Atli Hermannsson., 15.2.2015 kl. 12:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það á að leggja Hafró niður, hún er hvort sem er bara afgreiðslustofnun fyrir kvótagreifa.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2015 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband