FRÉTTATILKYNNING Stjórnarhópsins, baráttusamtaka gegn kvótakerfinu.

Fundur haldinn 12. febrúar í Sóknarhópnum sem eru baráttusamtök gegn núgildandi fiskveiðkerfi mótmælir væntanlegu lagafrumvarpi um stjórn fiskveiða.

1gr. upphaflega L38-1990 núgildandi laga um stjórn fiskveiða tryggir eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og nýtingaréttinum.

1. grein hljóðar svo; Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Í væntanlegu frumvarpi er gert ráð fyrir einkaréttarvörðum nýtingarsamningum sem skapa skaðabótarétt á ríkissjóð ef Alþingi ákveður aðra skipan mála eins og t.d. aukningu á krókaveiðum eða afnám kvótakerfisins.

Stjórnin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband