12.2.2015 | 12:41
Lygarök Sigurðar Inga ráðherra þegar hann fjallaði um sóknarmarkið
Það var upplifun að hlusta á Sigurð Inga svara spurningunni um samanburð á eyðileggingu kvótans sem búin er að rústa íslensku efnahagslíf.
Sigurður byrjaði með að svara "við munum það ástand" Hann var 15 ára þegar Sóknarmarkið hófst og 28 ára þegar kerfið var afnumið.
Síðan sagði ráðherrann. Allar útgerðir á Íslandi voru gjaldþrota??? Meðal afkoma 120 skipa var Jákvæð EBITA og yfir heildina var mikil eignamyndum í langflestum sjávarútvegs fyrirtækjum.
Við getum tekið vel rekin fyrirtæki í Sóknarmarkinu sem skiluðu eigendum sínum góðri afkomu þrátt fyrir þrönga gengisstöðu. BUR, Ögurvík, Haraldur Böðvarsson (Akranesi) Runólfur (Grundarfirði). Vestfirsku útgerðirnar allar. ÚA Akureyri og svona er hægt að halda áfram hringinn í kringum landið. Má segja að langflest þeirra 85 skipa sem voru í útgerð eftir að stopp var sett á innflutning skipa 1980 hafi verið með jákvæðan rekstur...skip sem Ráðherrann fullyrti fyrir framan stuðningsmenn sína að hafi verið gjaldþrota.
Víst var verðbólga á sóknardagsárunum en af hverju. Á þessum árum varð mest aukning á "stöðugum" útflutningi sem þessi þjóð hefur nokkru sinni séð. Launa kjör almennings ruku upp og opinberar framkvæmdir hafa aldrei verið stærri partur af þjóðartekjum. Góðærið hafði þau áhrif að hér varð óviðráðanleg verðbólga vegna kjaraaukningar. Þetta hundsaðir ráðherrann enda ekki nema táningur mokandi flórinn þegar þetta var.
Sigurður Ingi í fáfræði sinni réðist á OFVEIÐI sem átti að hafa átt sér stað þrátt fyrir að veiðunum hafi verið stjórnað með sóknarmarki og upplýsti vanvisku sína þegar hann lýsti sóknarmarkinu við Ólimpískar veiðar. Olimpískar veiðar eru kvóta veiðar þar sem mörg skip hafa einn sameiginlega kvóta og hefja allir veiðar á sama tíma og mega veiða ein og hver getur þangað til kvótanum er náð. Sóknarmark er alger andstæða kvóta veiða þar sem útgerð skipst hefur rúman tíma til að skipuleggja sinar veiðar og passa að skaffa þann afla sem hagkvæmast er að veiða hverju sinni. Með því að skikka allan fisk á markað er hægt að hjálpa enn uppá sóknarmark með því að gefa útgeðrum tækifæri á að skipuleggja landanir skipa sinna eftir markaðs aðstæðum hverju sinni. Sóknarhópurinn er stofnaður til höfuðs þessu frumvarpi Framsóknar, til höfuðs Kvótakerfisins og til höfðuðs lygurum í Framsóknarflokknum.
.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.