17.12.2014 | 09:16
Verð á fiskafurðum er búið að vera í hámarki frá hruni en komið er í veg fyrir að við veiðum.
Fáránleikinn í kringum kvótann hefur skaðað íslenskt þjóðfélag um yfir 400 milljarða í útflutningsverðmæti frá hruni. Kominn tími til að afnema kvótann og taka upp Sóknarmark með allan fisk á markað.
Enginn þjóð hefur efni á að hundsa sín tækifæri til sjálfbjargar og halda aftur af matvæla framleiðslu í hungruðum heimi og stuðla að fátækt innanlands. Með sóknarmarks stýringu eins og við notuðum með góðum árangri fyrir kvótakerfið gátum við hámarkað afrakstur fiskimiðanna í stað þess að "kvótahafar" komist upp með að fingra úthlutun aflaheimilda í þeim tilgangi að halda uppi kvótaverði og genginu niðri.
Þjóðin verður að rísa upp gegn þessari ríkisstjórn LÍÚ og hefja endurreisn þjóðfélagsins sem ekki hefur borið sitt barr síðan kvótakerfið var tekið upp.
Hækkun á ferskum fiski og góðar horfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.