Fáránleikinn sem látin var viðgangast eftir hrun þegar útgerðinni var færður allur arður af 50% gengisfellingu endaði með ósköpum þegar útgerðin lék enn þann ljóta leik að koma í veg fyrir að við nýttum ekki fiskistofnanna til fulls.
Þjóðin sat eftir hrun með sárt ennið. Eignirnar hrundu í verði, lánin fóru til skýjanna, launin lægstu í Evrópu. Ríkissjóður missti sína tekjustofna og fékk litið sem ekkert hjá útgerðinni og fiskvinnslunni.
Með stór auknum afla og viðlagasjóðs skatti á óða gróða útgerðar hefði verið hægt að bjarga markaðshlutdeild okkar og launin hefðu haldist nógu há til að fjölskyldur hefðu haldið eignum sínum meðan verið var að bjarga lánunum útúr bankahítinni.
Nei í staðinn fékk LÍÚ að ráða ferðinni með háskólaprófessorinn heimska við stýrið og það verðmætasta sem við áttum Markaðshlutdeildin hvar í hendur þeirra sem kunnu að gera út og stjórna sínum fiskveiðum.
Nú voga sauðspilltir stjórnmálamenn sér að leggja fram frumvarp sem gengur gegn öllu velsæmi þar sem með falsi og lygum á að reyna að víla í gegnum þingið framsali til útgerðarinnar nýtingaréttinum á auðlindinni til eilífðar.
Erum að dragast aftur úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ólafur Örn. Ég var að fletta skattablaði Frjálsrar Verslunar í gær. Og þegar maður skoðar hvernig fiskibrjálæðið og erfðagreinarbrjálæðið fléttast saman í forstjóra/næstráðenda-forstjóra-ofurlaunaflokka, þá sýnist mér að við þurfum að hafa jafn miklar, og jafnvel meiri áhyggjur af hvernig DeCode oo Nextcode eru staðsett þar innanum fiskiráns-gengis-kanið. Framkvæmdarstj. útgerðarsv. Samherja: Kristján Vilhelmsson, er með 17.725 miljónir á mánuði? Hann hlýtur að eiga vel fyrir flugfarinu til himnaríkis, og jafnvel aftur til baka?
Fyrrverandi forstjóri Landsspítalans er skráður sem frkvstj. Nextcode. Og ekki dugar honum minna en 2.412 miljónir í mánaðarlaun. Ekki hefur verið útskýrt fyrir okkur almenningi og heiðarlegum þrælandi skattgreiðendum, fyrir hvað sá Svíþjóðarhótandi læknir fær borgað svona fjárhæðir. Hann fór ekki þrátt fyrir hótanir? Þeir heimta nýjan spítala og launahækkun umfram alla aðra?
Hvað er eiginlega að þessum mafíustýrðu læknum og ræningjafiskurum?
Ekki veit ég hvað er að þeim, en geri mér þó grein fyrir að þeir glíma við alvarlegt samfélagsiðblindu-mein.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.11.2014 kl. 00:31
Fyrirgefðu Anna síðbúið svar en Já það er orðið skrítið þetta þjóðfélag sem við lifum í og það versta er að þetta er okkur kjósendum að kenna. Ef við tökum ekki ábyrgð á atkvæði okkar þá fer þetta svona.
Útgerðin í dag situr á 50 % gengisfellingu sem hún fekk að gjöf frá vinstristjórninni. Hvers vegna ...?
Ólafur Örn Jónsson, 24.11.2014 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.