Stjórn fiskveiða kemur bönkunum ekkert við. Aldrei hefur verið skortur á lánsfé til þeirra sme kunna að gera út.

"SÁTTALEIÐIN" vinnuheiti nýja kvótafrumvarps LÍÚ er eitt mesta öfugmæli sem sést hefur. Við hverja er þessi sátt um að GEFA útgerðinni nýtingarréttinn á auðlindinni í 23 ár?

Þjóðiðn hefur talað í þessu máli. Það sést best í 1 grein laga um stjórn fiskveiða.

1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum "myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum".

Látum ekki GRÆÐGI örfárra útgerðarmanna eyðileggja afkomu fólks á landinu til allrar framtíðar. Við erum á móti kvótanum og höfum reynt að afnema hann síðan hann var settur á en spilltir stjórnmálamenn hafa komið í veg fyrir að þjóðin hafi náð fram rétti sínum í þessu stóra hagsmunamáli. Núna verður þjóðin að standa saman öll sem einn til að hnekkja þessum glæp.


mbl.is Kvótafrumvarpið kynnt fyrir stjórnarþingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stærsta rán Íslandssögunnar og vel tímasett.
Beðið þar til stór hluti þjóðarinnar er orðinn sljór fyrir öllu tali um fiskveiðar (sem unglingar kalla slorið) og skilur ekki alvarleika málsins.

Fjöldahreyfing með undirskriftasöfnun er næsta skref og öflug umræða á öllum fjölmiðlum.

Verst að fréttastofur virðast vera meðvirkar í ránsferðinni.

Árni Gunnarsson, 19.11.2014 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband