Nú þegar drögin af lögum um stjórn fiskveiða birtast sjáum við að Nýja Kvótafrumvarpi er ekkert annað en framsal á "nýtingu" fiskimiðanna til örfárra útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra.
Kvótahirðarinnar sem að frá hruni hefur setið á afrakstrinum af 50% gengisfellingu á meðan almenningur og þjóðin öll hefur þurft að burðast með afleiðingarnar. Hækkun lána, lækkun launa og hækkun verðlags.
Þetta má ALDREI VERÐA það verðum við að skilja. Þetta er það sem Nýja Stjórnarskráin hefði komið í veg fyrir.
Bullið og skollaleikurinn í kringum FORSENDUBRESTINN var bara sjónarspil Ugluspegils FORSENDUBRESTURINN er gengisfellingin sem ekkert hefur fengist bætt.
Lífeyrissjóðir og laun fást ekki leiðrétt fyrr en búið er að rétta gengið af.
En þetta er ekki nóg til að metta GRÆÐGI útgerðarmanna heldur skal EIGNA sér auðlindina alla og EINOKA AFRAKSTURINN svo hér verðir enginn möguleiki að byggja upp það þjóðfélag sem var fyrir kvótakerfið.
Við höfum staðið í þorskastríðum og haft betur enda við Gentlemenn að eiga. En núna eru við ekki að fara í stríð við Gentlemenn heldur rudda og yfirgangsmenn sem veigra sér ekki að beita fólk ofbeldi og heilu byggðarlögunum þvingunum. Hér eru útgerðarmennirnir fyrir Norðan í fyrirsvari. Menn sem við höfum séð að nærast á GRÆÐGINNI og láta ekkert standa í vegi eigingirndar sinnar.
Á ÁVÖXTUNINNI SKULUM VIÐ ÞEKKJA ÞÁ.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.