Á kvótanum skulum við þekkja þá! "Svikarana" í þjóðélaginu.

Nú skiftir ekki máli vinstri eða hægri í stjórnmálum heldur heiðarleikinn.

Gott ráð fyrir kjósendur er að hafa í huga í leit sinni að heiðarlegu fólki til að vinna fyrir okkur á þingi er að fá álit þeirra og skoðun á kvótakerfinu og stjórn fiskveiða.

Hver sá sem nefnir eða tekur í mál að styðja við áframhald KVÓTAKERFISINS í einhverri mynd ætlar ekki að ganga erinda þinna og almennings í landinu þegar hann og ef hann kemst á þing. Eingöngu þeir sem lýsa sig gersamlega andsnúna kvótanum í hvaða mynd sem er eru heiðarlegir í því að ætla að ganga erinda þinna og almennings í landinu á þingi.

Frá byrjun hefur kvótakerfið verið við lýði útaf óheiðarlegu fólki sem ekki bar hag þjóðarinnar fyrir brjósti heldur fámennrar klíku fólks sem ekki sætti sig við að sitja við sama borð og aðrir í samkeppninni um fiskinn. Aldrei hefur staðið til að kvótakerfið yrði hagkvæmt fyrir fjöldann, fyrir byggðarlögin, sjómennina eða fiskvinnslu fólkið heldur bara fyrir þá sem földu sig á bak við veggi EINOKUNAR og hafa róið að því í 30 ár að herða tökin á sjávarútvegi og þrengja eignarhaldið.

Þegar talsmenn kvótans þylja uppúr þrætubók LÍÚ (sfs) arðsemina af kvótakerfinu skulum við gera okkur grein fyrir að verið er að tala um arðsemi fyrirtækja sem eru varin fyrir allri samkeppi bak við veggi EINOKUNAR. Við vitum að EINOKUN er aðeins góð þeim sem á heldur allir hinir tapa og á það við um kvótann. Þjóðin tapar og tapar svo mikið að nú eru innviðir samfélagins sem byggðir voru fyrir kvótann að hrynja.

Það er líka ómerkilegheit og óheiðarleiki þegar stjórnmálamenn sem vita ekkert út á hvað fiskveiðar eða stjórn fiskveiða ganga fela fávisku sína á bak við KVÓTA hugtakið (mengið) sem þeir skilja og reyna að telja fólki trú um að hægt sé að nota kvótann til að fá beina skatta út á kvótann en ekki úr öðrum og betri kerfum. Þetta eru falsspámenn og víst er hægt að byggja upp auðlindasjóð bæri okkur gæfa til að taka hérna upp sóknarmark með allan fisk á markað. En stóri vinningurinn með breytingum aftur í sóknarmark er að hér myndi skapast miklu meira flæði fjár sem myndi skila sér beint í hendur fólksins og  í ríkiskassann frá fyrsta degi.

Ég fullyrði að afnám kvótans er lang lang stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og á því byggist viðsnúningur til velsældar. Látið engan segja ykkur að við komumst ekki frá kvótakerfinu því staðreyndirnar tala sínu máli ÞVÍ FYRR ÞVÍ BETRA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Það er þjóðaríþrótt Íslendinga að níða niður atvinnuvegi landssins.

Það er afar dapurlegt

Snorri Hansson, 10.11.2014 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband