Kvótakerfið er ekki "stjórnmál" heldur "hagsmunagæsla af verstu sort".

Margir halda að kvótakerfið og viðhald þess þrátt fyrir eyðilegginguna hafi eitthvað með stjórnmál að gera eða hægri eða vinstri. Þetta er mesta fyrra.

Íslenska kvótakerfið og EINOKUNIN í kringum það er versta og skítugasta hagsmunagæsla og spilling sem þekkist í lýðræðisþjóðfélagi. Að á Alþingi sitji fleiri þingmenn sem ljóst og leitt hafna eyðileggingu kvótans á efnahag landsins og leyfa sér að nota setu sína á Alþingi til að ganga erinda manna sem misst sig hafa í GRÆÐGINNI.

Fals spámenn útgerðarinnar úr H.Í. eru upphafðir úr musterinu og látnir blása út rakalausum lygaáróðri um að allt annað en kvótinn sé vont en hagræðingin í sjávarútvegi á Íslandi sé sú mesta í heimi. Það var eins með MS í Reykjavík. Að baki EINOKUN er gott að reka fyrirtæki "fyrir sjálfan sig" en slíkt kostar reyndar að allir aðrir tapa. Sama á við í sjávarútvegi og reyndar allstaðar sem EINOKUN nær fótfestu. Sá er á heldur græðir á meðan almenning blæðir.

Best er að mæla hagkvæmni íslenska kvótakerfisins í byggðaröskuninni og hruni velferðarkerfisins sem byggt var fyrir tilkomu Halldórs Ásgrímssonar og kvótans.

Þjóðin er að vakna til meðvitundar um að mesta hagsmunamál okkar allra er AFNÁM KVÓTANS og EINOKUNAR Í ATVINNULÍFINU. Þetta eiga allir þingmenn að skilja og að hér verður ekki liðið að menn gangi þvert á hagsmuni þjóðarinnar í viðhaldi kerfis sem kostar þjóðina milljarða í útflutningsverðmætum á hverju ári og hefur stór skaðað markaðshlutdeild okkar í þorski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband