5.11.2014 | 16:53
Bíður Ólafur Ragnar úrslita nýja Kvótafrumvarpsins á þinginu?
Ólafur Ragnar sagði eitt sinn að ákvarðanir um kvótann gætu verið mál sem vísa þyrfti í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er sannarlega rétt og skulum við vona að Forsetinn sé svo umhugað um bjarga þjóðinni frá verstu aðför að íslensku þjóðinni til þessa sem fellst í framsali fiskveiðiauðlindarinnar í hendur fámennri valdaklíku.
Ég vona svo sannarlega að Forsetinn sé heill í þessu og muni ekki hika en þá læðist að manni grunur þar sem Ólafur er sannarlega Guðfaðir þessarar Framsóknarstjórnar þar sem hann tók Framsóknarmanni fram yfir sigurvegar kosninganna og fékk honum lykilinn að stjórnaráðinu.
Nú vitum við að það eru ekki bara stjórnarþingmenn (sem er bannað að taka eigin ákvarðanir) sem ganga erinda Máa, Þjóólfs og þeirra í Moggahirðinni á Alþingi má þar nefna menn eins og ÁPÁ og STS svo einhverjir séu nefndir. Þetta lið hefur sýnt að það gefur skít í þjóðina og afkomu hennar þegar hagsmunapot er annars vegar.
Þetta gæti þrátt fyrir gífurlega andstöðu meirihluta þjóðarinnar orðið til þess að mikill meirihluti þingmanna gerðust landráðamenn og ljáðu frumvarpinu atkvæði sitt. Mun Forsetinn þá líta til síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 83 % studdu auðlindaákvæði Nýju Stjórnarskrárinnar (gegn kvótanum) eða mun hann taka mark á landráðamönnunum á þingi og samþyggja framsal aflaheimilda til fámennis klíku sem haldið hefur virkilega illa á nýtingu auðlindarinnar og tapað stórum hluta markaðshlutdeildar þjóðarinnar í Þorski?
Fólki kann að þykja þetta langsótt en lærir sá sem lifir.
Ólafur Ragnar neitar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hann mun að sjálfsögðu ekkert aðhafast nema skrifa undir enda kvótakerfið honum afar kært eins og sést best á ræðum hans og rituðu máli. Hann mun fullkomna glæpinn daginn áður en hann tilkynnir afsögn sína.
Níels A. Ársælsson., 6.11.2014 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.