7.11.2014 | 08:59
"Gallharðir" Sjálfstæðismenn vakna af værum blundi.
Það hlýtur að vera skrítin tilfinning að hafa haldið að maður sé Sjálfstæðismaður í áratugi en vakna svo upp af værum blundi eftir grillsteikina og sjá að maður er búinn í 20 ár að fylgja eftir og styðja Davíð Oddsson og Eimreiðina í gegnum fjóshaug Framsóknar.
En sem betur fer eru fleiri og fleiri að vakna til vitundar um þá geggjun og eyðileggingu sem athafnir Flokksmanna hafa haft á þjóðfélagið.
Einkavæðingin sem "átti" að snúast um að ryðja einstaklingunum (frumherjunum) braut og verja ný upprennandi fyrirtæki fyrir höftum og einokunartilburðum gengur núna út á að selja arðsamar eignir og reka eldri skúringarkonur til að einkavinavæða rekstur úr höndum ríkisins. Það eru ekki "frumherjar" sem fá lánað hjá ríkisbanka til að kaupa ríkisbanka það heitir SPILLING og var/er stjórnað úr Valhöll og frá Sauðarkrók.
Kæru sjálfstæðismenn Flokknum okkar var stolið meðan við vorum "útí garði að grilla" og gengur núna gegn öllum góðum og rótgrónum gildum FLOKKSINS. Það er í okkar ábyrgð að ryðja burtu Eimreiðarklíkunni og kvótapúkunum og endurheimta Sjálfstæðisflokkinn með góðum gildum okkar hægri manna sem fyrirlítum Framsókn og alla Framsóknarplebba.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook
Athugasemdir
Já, orð í tíma töluð, reyndar skildi ég aldrei blinda fylgni við hægri últraöflin í Sjálfstæðisflokknum, það sem þar var að gerast var svo dagljóst fyrir okkur sem ekki trúðum á málstaðinn. Nú er flokkurinn 25% flokkur í stað þess að eiga vís 36-45% í gamla daga þannig að einhverjir hafa vaknað og séð hvað var að gerast.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.11.2014 kl. 10:00
Sjálfstæðisflokkurinn er nú hjálpardekk undir 10% Framsóknarflokk.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.11.2014 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.