GEGGJUN á Íslandi eftir hrun.

Hvergi í veröldinni hefur orðið önnur eins GEGGJUN og á Íslandi eftir Hrun og var þó nóg um fyrir Hrun. 50% gengisfelling sem féll með fullum þunga á launþega og skuldara á sama tíma og stjórnvöld "gáfu" útgerðinni allan hagnaðinn af aðgerðunum.

Á meðan eignir okkar hrundu í verði og skuldirnar margfölduðust varð óða gróði í kjölfar þessarar stóru gengisfellingar til þess að útgerðir gátu greitt til baka fyrirfram greiddan arð (sem olli hruninu) og tekið út milljarða hagnað. Afturhald í úthlutun aflaheimilda kom í veg fyrir að fólk gæti bjargað sér við fiskveiðar en útgerðin varin bak við múra EINOKUNAR naut ávaxta samþjöppunar á kostnað skattgreiðenda og atvinnulausra sjómanna.

Kæru landsmenn þetta fyrirkomulag við veiðar og vinnslu kemur í veg fyrir að þjóðfélagið nái að rétta úr kútnum velferðarkerfið sem við byggðum fyrir kvótakerfið er að hrynja fyrir augum okkar. Segjum stopp og aldrei meir setjum Nýju Stjórnarskránna í lög og byrjum að stjórna eigin málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það undarlega er að engu er líkara en að útgerðarklanið hafi alla alþingismenn í rassvasanum. Enginn æmtir og öllum virðist vera sama.

Enginn nennir svo mikið sem að hósta þú staðreyndir um tugmilljarða vannýtingu á aflaheimildum séu reknar upp að nefinu á þeim.

Þeir segjast hafa svo mikið að gera við önnur verkefni.

Þ.e.a.s. þeisr sem á annað borð nenna að svara.

Árni Gunnarsson, 1.11.2014 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband