31.10.2014 | 18:01
"LÍÚ heyrir sögunni til" WHAT?? Trúir þú því?
Meiri skrípaleikurinn alltaf í kringum KVÓTAKERFIÐ og EINOKUNINA.
Lygi og óheiðarlegur málflutningur er dæmigerður fyrir athafnir Stórútgerðamannsins fyrir Norðan sem er haldin sjúklegri VALDAGRÆÐGI. En þjóðin er ekki nógu gráðug í að éta upp eftir honum lygina og þá er bara bætt í aftur og aftur.
Nú á ríkisstjórn LÍÚ eða SFS að leggja fram "Nýja kvótafrumvarpið" sem er ekkert annað en stærsta tilraun til valdaráns og framsals Íslands verðmætustu auðlindar og er öllum klækjum til tjaldað til að rugla fólk í rýminu og slá ryki á augu þeirra sem gætu hugsanlega stoppað algerlega galna aðför að kjörum Íslendinga allra.
Þeim var ekki nóg að komast upp með að labba með 50% gengisfellingu eftir hrun sem færði þeim mesta arð sem fyrirtæki hafa nokkru sinni tekið út úr eign þjóðarinnar og þetta var á sama tíma og öll þjóðin þurfti að taka 40 % launalækkun og raðhækkanir húsnæðislána.
Kæri Kjósandi hér er verið að fremja gerning sem á engan rétt á sér og þú verður að kynna þér niður í kjölinn. Aðför þessara manna og hvíslinga þeirra á þingi kom í veg fyrir ferli nýju Stjórnarskrárinnar okkar gagn gert til að geta komið þessum viðbjóðslega gerning á. Ekkert má verða til þess að útgerðin komist upp með að setja hér á eign á nýtingu auðlindarinnar EKKERT.
LÍÚ heyrir sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt 1.11.2014 kl. 10:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.