Sóknarmark og frjáls samkeppni....í stað EINOKUNAR

Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar var fyrsta "stóra" skrefið sem tekið var í heiminum til að stjórna fjölstofna veiði innan eins kerfis.

Ráðherrann var þess vel meðvitandi að hér var verið að stíga stórt þróunarskref í fiskveiðistjórn og lagði sig fram frá upphafi um að hafa gott samstarf við þá sem þurftu að vinna við þessar nýju aðstæður. Agnúarnir voru slípaðir af í samvinnu við sjómenn og var kerfið orðið hnitmiðað og þjált.

Eftir tvö stór  sjómannaverkföll sem gengu út á togstreitu um gengið og fiskverðið lá beinast við og var komið í umræðuna að setja allan fiskinn á markaðina sem þá voru að ryðja sér til rúms með góðum árangri.

Á árunum sem Sóknarmarkið ríkti stigu íslenskir sjómenn stærstu skref sem stigin hafa verið í meðferð á fiski og vinnslurnar unnu sína mestu markaðs sigra eins og í USA, Japan og á skreiðarmörkuðum. Á þessum árum risu laun almennings í landinu hærra en þau hafa nokkurn tíma gert í sögu landsins og hér var alvöru velmegun sem sást í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þjónustu við aldraða, þjónustu við barnafólk, orku nýtingu, byggingu íbúðarhúsnæðis og lagningu gatna og vega með bundnu slitlagi. Má með sanni segja að þetta er í eina skipti sem ríkt hefur "blómaskeið" íslendinga sem stefndu á þessum tíma í að verða meðal ríkustu þjóða heims eeennnn þá kom Halldór Ásgrímsson og Framsóknarhyskið í Skagafirðinum.

Það að sauðspilltir stjórnmálamenn skyldu komast upp með að afnema þetta frábæra stjórntæki fiskveiða og koma þar með í veg fyrir frelsi og framfarir í fiskveiðum Íslendinga er ekkert annað en stór glæpur gegn þjóðinni

Eyðilegging kvótakerfisins og EINOKUNARINNAR sem því fylgir blasir alstaðar við og má byrja að benda á hrunið og afleiðingar þess. Eftir hrun þegar ofurlána útgerðarinnar nýtur ekki lengur við kemur í ljós að flæði fjár um hagkerfið er ekki til staðar og byggðarlögin sem fyrir kvótann báru uppi stóran hluta gjaldeyrisköpunar þjóðarinnar svelta og eignaverð hrynur.

Frekjan og græðgin hefur farið vaxandi og fengið meira svigrúm eftir því sem eldri frumherjarnir falla frá og er nú svo komið að ekki er nóg að þiggja frían aðgang og EINOKUN á miðunum frá íslensku þjóðinni nú á að nota pólitíska spillingu til að eigna sér NÝTINGARÉTTINN aðveiðum og vinnslu til eilífðar. Slík er græðgin.

Við verðum að krefjast afnám kvótans og endaloka EINOKUNAR í sjávarútvegi annað er ekki líðandi að bjóða komandi kynslóðum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og allt er þetta í dag í boði Steingríms J. Sigfússonar eins mesta óþvera allra tíma.

Níels A. Ársælsson., 20.9.2014 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband