19.9.2014 | 05:53
Aumingjar eiga ekkert erindi á sjó.
Ein rökin í "þrætubók LÍÚ" ganga út á það að með EINOKUN á kvótanum náist mesta hagræði (og þá ARÐUR) út úr greininni.
Þetta sagði bændamafían líka þegar þeir komust upp með að EINOKA allar mjólkurvörur inná Reykjavík undir merkjum MS (Mjólkur Samsölunnar).
(Tökum eftir því að framleiðslu kvótar að sovét fyrirmynd færðu bændum aftur EINOKUN á framleiðslu og sölu búvöru. Og aftur var það Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð að því).
EINOKUN er alltaf góð þeim sem á heldur en á alls ekki að þekkjast nein staðar í frjálsu samfélagi. EINOKUN í sjávarútvegi undir merkjum "hagræðingar og arðsemi" á eingöngu við þá fáu einstaklinga sem á halda ALLIR aðrir í landinu TAPA á þessu fyrirkomulagi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir að hæfileikaríkir einstaklingar komist í sjósókn og útgerð.
EINOKUNINNI er eingöngu haldið gangandi af AUMINGJUM sem treysta sér og afkomendum sínum ekki í frjálsa samkeppni um fiskinn og markaðina. Og það sorglega við sögu fiskveiðistjórnunnar er að Sjálfstæðisflokkurinn flokkur frelsis og framfara skuli vera verndari EINOKUNAR í okkar helstu atvinnugrein. Verndari hræddra AUMINGJA sem aldrei myndu lifa af í frjálsri samkeppni í veiðunum, á mörkuðum, í samfélaginu.
Þegar kvótinn var fastsettur á handfærabáta sást greinilega hversu lágkúrulegur aumingjadómur og eigingirni var að baki kvótakerfinu og hversu fjarri tilgangurinn var að vernda og styrkja fiskstofnana. Nei kvótakerfið er kerfi aumingja sem þora ekki í samkeppni á jafnréttis grundvelli og þjóðin líður fyrir.
Af hverju hafnar þú velferð afkomenda þinna og styður þetta kerfi?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Góður. Allt satt og rétt :-)
Níels A. Ársælsson., 20.9.2014 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.