13.9.2014 | 11:52
Máttur skipulags síendurtekins lyga-áróðurs
Furðulegt er að sitja fyrir framan eldkláran flugáfarann lögfræðing og hlusta á hann lepja upp lyga áróður úr Þrætubók LÍÚ sem hann þó fullyrðir að hafa aldrei tileinkað sér.
Ein helstu rök Ragnars Árnasónar aðal höfundar Þrætu bókarinnar gegn Sóknarmarkinu sem virkaði svo vel fyrir tilkomu kvótans eru að eftir að kvótakerfið var tekið upp hafi verðmæti úr sjávarfengi stór aukist fyrir tilstuðlan kvótakerfisins og þeirra EINOKUNAR sem því stýrir.
Með þessu gefa þrætu kónarnir í skyn að þróun í sjávarútvegi hafi hafist með til komu kvótans!
Þetta er einhver mesta óþverra lygi sem til er. Á dögum sóknarmarksins voru sannarlega stigin lang-stærstu skref í þróun fiskveiða og meðferðar afla sem íslenska þjóðin hefur stigið fyrr og síðar og þarf í raun ekki annað en að nefna "kassavæðinguna" til kaffæra þessa lygi LÍÚ anna. Svo ekki séu nefnd risa skref í allri meðferð afla frá því trolli var kastað þar til fiskur var kominn í pakkningar til útflutnings inná þá ný unnu markaði eins og USA og Japans markað.
Þessi gáfaði og rökfasti lögfræðingur og Alþingismaður sagði einnig að munurinn núna væri sá að í gegnum "risa" hag EINOKUNAR fyrirtækjanna rynni nú meira til þjóðarinnar í formi ofur gróðans sem byggir á EINOKUNAR aðstöðu og ólöglegri kostnaðarhlutdeild sem stolið er af sjómönnum. Það sem Lögfræðingurinn skilur ekki er að stóri slagurinn um gengið fyrir kvótakerfið gekk út á þetta. Hversu mikið að útflutnings tekjunum rynni til þjóðarinnar hverju sinni.
Væri hér eðlilegt umhverfi í kringum sjávarútveg væru ekki 7 fjölskyldur sem högnuðust vel á sjávarútvegi heldur 7000 fjöskyldur sem myndi opna fyrir flæði fjár um allt þjóðfélagið. Þeir sem skilja hvað er að í íslensku þjóðfélagi sem nú er að molna vita að það er nákvæmlega það sem þarf "flæði fjármagns" sem nú er í höndum banka og 7 fjölskyldna.
Þegar uppbygging og stór auknar gjaldeyristekjur verða eins og í tíð Sóknarmarksins verður heilbrigð þensla sem lyftir þjóðfélaginu eins lengi og óheiðarlegir stjórnmálamenn fara ekki að grufla í atvinnulífinu á skítugum skónum.
1984 eftir 6 ár í sóknarmarki var Ísland á leið að verða eitt ríkasta land veraldar við hlið Noregs en þá kom Halldór Ásgrímsson í skítugum skónum beint úr fjóshaug Framsóknar og þar með var lagður grunnur af mestu eyðileggingu sem íslensk velferð hefur orðið fyrir.
Látum áróður og lygar LÍÚ ekki síast inní sál okkar og gera lygina að sannleika.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.