Stríðið um Ísland. Nýja kvótafrumvarpið er móðgun við þjóðina.

Nú liggur fyrir að "Nýja kvótafrumvarpið" verði lagt fram og Ríkisstjórn LÍÚ kýli það í gegnum þingið og tryggi þannig stærsta þjófnað í Evrópu fyrr og síðar.

Í stað þess að sætta sig við eins árs úthlutanir eins og hingað til hafa tíðkast ætla útgerðarmenn að láta þingið afhenda sér til eignar NÝTINGARÉTTINN að öllum veiðum og vinnslu í landinu til eilífðar. Ekki til 10 ára, ekki til 15 ára, ekki til 20 ára heldur til eilífðar.

Síðan framsalið var samþykkt og bankastjórar Ríkisbankanna voru þvingaðir til að taka kvótann (eign þjóðarinnar) að veði sem um skýra gull væri að ræða hefur verið alger EINOKUN á veiðum og vinnslu. LÍÚ sölsaði undir sig öll viðskipti sem voru / eru á kvóta bæði á sölu og leigu markaði. Enginn skal inní greinina nema vera Þorsteini Má þóknanlegur.

Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn EIMREIÐARINNAR hefur haldið Framsókn við völd og gefið þeim EINOKUN á framleiðslu helstu búvöru og varið Lanbúnaðarvörurnar gegn ásókn og kröfum um erlendar vörur á hagkvæmu verðir til að tryggja stuðning sveitavargsins við kvótakerfið. Fiskveiðistjórnina sem er búin að EYÐILEGGJA Ísland.

Nú verða allir að skilja að þetta kvótafumvarp má aldrei verða að lögum. Vafamál er hvort hugur forsetans er með þjóðinni í kvótamálinu og margt bendir til að hann muni ætla að láta þetta ganga í gegn án þess að stoppa það hvað svo sem þjóðin segir. 

 

 

 

 

 


mbl.is Þingið sett og hitamálin framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband