20.7.2014 | 17:44
Krónan og gengi krónunnar eru helstu hagstjórnartæki íslensks efnahags.
Útgerðin hefur með klókindum og í gegnum pólitíska spillingu náð yfirráðum yfir nær öllum útflutningi á íslensku sjávarfangi. Með því að setja Leppalúða LÍÚ í stól Seðlabankastjóra væri búið að færa öll völd og áhrif í þjóðfélaginu í hendur fámennisklíku sem stjórnast af hreinni græðgi og yfirgangi. Íslendingar verða að skilja að LÍÚ er fyrir löngu búið að segja þjóðinni stríð á hendur og ætlar sér eign á nýtingu auðlindanna. Núna skal bæta um betur og skal stjórn efnahagsmála fylgja með.
Þjóðin verður að skilja að nú er tími til að snúast til varnar á morgun gæti það orðið of seint.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér sjáum við sannan öfgamann sem marg tyggur sama atvinnuróginn og svartagallsrausið út í það endalausa!. Hættum að endalausum rógi um aðalatvinnuveg þjóðarinnar. Það er mál að linni.
Snorri Hansson, 21.7.2014 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.