EINOKUN OG KVÓTA Í FERÐAMANNA BRANSAN?

"við halda eftirspurninni og fullnægja henni ekki"

Segir bóndinn Ólafur B Schram sem sér ofsjónum yfir því hvað margir eru farnir að hafa atvinnu af ferðamannabransanum sem hann vill EINOKA. Framsóknarmennskan í algleymingi.

Talandi um að vegalagningar inná hálendið eyðileggi ánægjuna sem þeir í gamladaga höfðu af að skrattast á jeppum í utanvega akstri þegar enginn sá til en núna dirfist bílstjórar á Yaris að flauta á þá og heimta að komast framúr á Kili. Hvílík ósvífni.

Meigum ekki brynja okkur í eigingirni. Fyrsta sem ég hugsa þegar ég kem á fallegan stað er hvernig get ég sýnt sem flestum og kynnt þeim yndislega tilfinninguna sem fellst í því að sjá sköpunarverk náttúrunnar. Myndir eru jú fyrsta vers en að auka og bæta aðgengi að fallegum náttúruperlum á að vera helsta forgangsverkefni í ferðamannaþjónustu. Fallega lagður vegur skemmir ekki umhverfið en kemur í veg fyrir eyðileggingu.

 Það að þeir sem ekki eiga eða nenna að eiga stóra harðsnúna jeppa eiga líka rétt á að sjá fegurð landsins og ferðast þangað á eigin vegum eins og jeppakallarnir forðum. Það er engin fegurð í að standa fastur út í á eða monta sig af stóru dekkjunum. Það er bara hallærislegt í dag.

Innanríkisráðherra Frakklands varð að snurpa Parísarbúa forðum og skora á þá að sýna ferðamönnum vinsemd og kurteisi því gjaldeyrir væri það sem þjóðin þurfti. Sama á við um okkur Íslendinga þegar við sjáum "rútu fulla af túristum" (hræðilegt) þá eigum við að skilja að þar fara fullar hjólburur af gjaldeyri.  


mbl.is Ísland er að verða útjaskað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband