15.7.2014 | 10:18
EINOKUN OG KVÓTA Í FERÐAMANNA BRANSAN?
"við halda eftirspurninni og fullnægja henni ekki"
Segir bóndinn Ólafur B Schram sem sér ofsjónum yfir því hvað margir eru farnir að hafa atvinnu af ferðamannabransanum sem hann vill EINOKA. Framsóknarmennskan í algleymingi.
Talandi um að vegalagningar inná hálendið eyðileggi ánægjuna sem þeir í gamladaga höfðu af að skrattast á jeppum í utanvega akstri þegar enginn sá til en núna dirfist bílstjórar á Yaris að flauta á þá og heimta að komast framúr á Kili. Hvílík ósvífni.
Meigum ekki brynja okkur í eigingirni. Fyrsta sem ég hugsa þegar ég kem á fallegan stað er hvernig get ég sýnt sem flestum og kynnt þeim yndislega tilfinninguna sem fellst í því að sjá sköpunarverk náttúrunnar. Myndir eru jú fyrsta vers en að auka og bæta aðgengi að fallegum náttúruperlum á að vera helsta forgangsverkefni í ferðamannaþjónustu. Fallega lagður vegur skemmir ekki umhverfið en kemur í veg fyrir eyðileggingu.
Það að þeir sem ekki eiga eða nenna að eiga stóra harðsnúna jeppa eiga líka rétt á að sjá fegurð landsins og ferðast þangað á eigin vegum eins og jeppakallarnir forðum. Það er engin fegurð í að standa fastur út í á eða monta sig af stóru dekkjunum. Það er bara hallærislegt í dag.
Innanríkisráðherra Frakklands varð að snurpa Parísarbúa forðum og skora á þá að sýna ferðamönnum vinsemd og kurteisi því gjaldeyrir væri það sem þjóðin þurfti. Sama á við um okkur Íslendinga þegar við sjáum "rútu fulla af túristum" (hræðilegt) þá eigum við að skilja að þar fara fullar hjólburur af gjaldeyri.
Ísland er að verða útjaskað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.