Er ekki kominn tími til að ríkisstjórn sem er hrædd við þjóðaratkvæðagreiðslur segi af sér?
Samkvæmt nýju stjórnarskránni okkar, sem spilltur stjórnmálamaður kom í veg fyrir að færi í atkvæðagreiðslu í þinginu þrátt fyrir tryggan meirihluta viljugra þingmanna, er nóg að fyrir liggi undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um viss mál.
Lýðræði er ekki bara að meirihlutinn ráði heldur verður minnihlutinn að hafa rétt á að hlustað sé á hans hugmyndir og að þær fái Lýðræðislega umræðu og fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt er ekki aðeins réttlæti heldur viðleitni til að skapa sátt í þjóðfélaginu. Þess vegna má ekki hafa fjölda þeirra sem krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og háan og alls ekki hærri en 10 % atkvæðabærra manna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
Athugasemdir
Þið Samfylkingar-ESB fólk haldið áfram í rugli ykkar.Nú talar þú um" samkvæmt nýju stjórnarskránni". Það er engin ný stjórnarskrá til.Þetta rugl sem kom frá einhverju sem hét stjórnlagaráð, því var hent.Það varð aldrei að neinni stjórnarskrá.Nú ruglið þið um að það verði að kjósa um hvort halda eigi áfram ESB ruglinu.en þið í Samspillingunni(Seðlabankinn) Samfylkingunni megið ekki heyra það nefnt að kosið verði um hvort Ísland eigi að vera aðili að ESB.Þið í Samfylkingunni eruð ekki trúverðug nema síður sé.
Sigurgeir Jónsson, 10.3.2014 kl. 13:27
Sendum þá Gunnar Braga Sveinsson til að kæára meinta samninga. Ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu annað en að það yrðu ansi blóðug kosningavik við þá sem kusu ríkistjórnina í stað meintra svika við þá sem kusu hana ekki.
Þið ætlið varla að henda rúmum 200 milljónum í það að kjósa um það hvort hún á að vera áfram í pækli eður ei?
Viljið þið Á ekki borga fyrir það líka?
Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.