3.3.2014 | 08:11
Frekjupungaríkisstjórn LÍÚ ætlar að afsala okkur nýtingu fiskimiðanna. Það er ekki lýgi.
Nú flagga útgerðarmenn því að SAMNINGALEIÐIN nýja kvótakerfið illræmda sé svo gott sem orðið að lögum. Svartstakkarnir sem ráða ríkisstjórn LÍÚ eru með hirð áróðursmeistara sem setja upp lygaáróður um ástandið í sjávarútvegi sem sagður er sá "best rekni" í heimi. Það sem áróðursmeistararnir gleyma að segja okkur er,
Sjávarútvegur er rekinn í skjóli EINOKUNAR ættaðri úr Skagafirði. EINOKUN á að sjálfsögðu hvergi að sjást í atvinnulífi og er stjórnvöldum til stór skamma.
Skuldir sjávarútvegs hafa aldrei verið meiri en í hruninu og afskrifa hefur þurft milljarða á milljarða ofan á sama tíma og fals hagfræðingar ljúga því að þjóðinni að reksturinn sé í lagi.
Útgerðin er búin að nota EINOKUNAR aðstöðu sína til að svín beygja sjómenn og láta þá borga kolólöglega KOSTNAÐARHLUTDEILD þrátt fyrir að góðæri sé í gengi, afla og á mörkuðum.
LÍÚ sem skipar sínum mönnum í stjórn Hafró og notar aðstöðu sína þar til að skammta úthlutanir aflahlutdeilda í þeim tilgangi að skapa VÖNTUN á hverri tegund fyrir sig til að halda uppi verði á kvótum útgerðanna. Halda uppi verði og veðheimild á hverri tegund fyrir sig á þessu hefur þjóðin orðið af ca. 50 milljörðum króna minnst síðan frá hruni.
Kvótinn brýtur í bága við almenn mannréttindi í formi "jafnræðisreglunnar". Íslensk stjórnvöld hundsa þá dóma.
Og síðast en ekki síst þá hefur EINOKUNIN skemmt markaðshlutdeild okkar á þorsk mörkuðum og í stað þess að afnema kvótakerfið eftir hrun og ná með auknum fiski og krafti í markaðsókn forskoti í markaðshlutdeild á okkar hefðbundnu mörkuðum sitjum eftir þegar Norðmenn auka sínar veiðar réttilega með ómældum skaða fyrir okkur. Þetta er hreinn skaði sem skrifast á Svartstakkana sem hér stjórna.
Það er sama hvar borið er niður í kvótakerfinu allstaðar er eyðilegging og skaði á íslenskt þjóðfélag augljós. Einu sem græða á þessu kerfi eru spillingar öfl í landinu sem notað hafa EINOKUNAR aðstöðu sína til að koma ár sinni vel fyrir borð í öðrum greinum atvinnulífsins til að auka tök sín og tryggja þannig varnir gegn réttlátri þróun samfélagsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Óli. 500 milljörðum fer nær lagi.
Jón Kristjánsson, 3.3.2014 kl. 12:10
Já sæll Jón þetta átti nú að vera 50 milljarðar á ári sem er nær þinni tölu. Þetta er nánast hægt að segja ógeðslegt hvernig útgerðirnar komast upp með að valta yfir bæði fólkið í greininni og þjóðina alla. Skaðinn er rosalegur og allstaðar sjáanlegur en fólkið bregst ekki við.
Ólafur Örn Jónsson, 3.3.2014 kl. 16:34
Þú heldur kanski Ólafur að Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrín muni leggja af kvótakerfið eftir að þau eru búin að nauðga íslandi inn í ESB.Þetta er fólkið sem þú lýtur í gras fyrir í Sjálfstæðisflokknum Ólafur. Þið Samfylkingargemlingar eruð nú með allt á hælunum og trúið á utangarðsíhald sem aldrei fyrr.
Sigurgeir Jónsson, 3.3.2014 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.