Maður sem segist vera Sjálfstæðismaður en hagar sér eins og Framsóknarmaður er bara Framsóknarmaður.

Loksins virðast kjósendur Sjálfstæðisflokksins vera að átta sig á að stefna forystu Sjálfstæðisflokksins síðustu 23 ár eða síðan kosningaloforð Flokksins 1991 "AÐ MOKA FRAMSÓKNARFLÓRINN" var svikið.

Nú síðan í hruninu þegar nýliðun varð í forystuliði flokksins hefur alltaf glitt í það sem átti sér stað í flokknum þann tíma sem hann var í ríkisstjórn með Framsóknarflokki. Ólýðræðislega framkomu gagnvart kjósendum og þingmönnum.

Skoðun mín að "skugga" stjórnendur hefðu meira með stefnu flokksins að gera en kjósendur var loksins endanlega staðfest í Sunnudagsmorgun GMB í dag þegar Þorgerður Katrín benti á að tími væri kominn til að SVARTSTAKKAR drægju sig í hlé og gæfu Formanninum og hans fólki tæki færi til að stjórna Flokknum á sinn lýðræðislega hátt eða eins og honum var stjórnað fyrir 25 árum síðan. Þ.e. fyrir EIMREIÐINA.  

Sjálfstæðismenn (Eykon, Matthías Bjarnason og BB forsætisráðherra) berjast alltaf gegn EINOKUN, HAGSMUNAPOTI OG MANNRÉTTINDABROTUM. Við berjust fyrir frelsi í viðskiptum og markaðs umhverfi þetta á ekki við þann flokk sem við sitjum uppi með í dag. Eigum við ekki að breyta þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þorsteinn Pálsson studdi það að þú og Kvótapúkinn fengju skipstjórakvóta 1984.Þorsteinn var þá formaður sjálfstæðisflokksins.Það var ekkert annað en klíkuskapur af verstu gerð.Svo það kemur ekki á óvart að þú og fleiri styðji þennan einn spilltasta stjórnmálamann Íslandssögunnar.Þar fyrir utan var Þorsteinn einn af upphafsmönnum Eimreiðarhópsins og aðalmaður hans.

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2014 kl. 17:13

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þorgerður Katrín sem þú dýrkar Ólafur er lítið skárri en Þorsteinn.Eiginmaður hennar flutti lán þeirra hjóna í eignarhaldsfélag, tveim dögum eftir að Seðlabankastjóri kom á fund í ríkisstjórinn þar sem Þorgerður sat, og tilkynnti að bankarnir væru að fara á hausinn.Hvað þau hjónin ræddu uppi í rúmi það kvöld er ekki gott að segja,en reynt hefur verið að rifta gjörningnum sem var upp á tvo milljarða en það hefur ekki tekist.Og Hún talar sífellt um flokkinn sinn, eins og hún eigi flokkinn.Flokkurinn er búinn að hafna stefnu hennar og hún á að hafa vit til að hypja sig í stað þess að níða flokkinn niður.

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2014 kl. 17:21

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera "í ríkisstjórninni"

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2014 kl. 17:23

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hvað voða eruð þig FRAMSÓKNARPEBBARNIR eitthvða tens núna Sigurgeir eftir að forystan er gripin með lygarnar á vörunum og fólkið komið með uppí háls af ógeði á spillingunni og ógeðinu sem á sér stað bak við tjöld Flokksins.

Ólafur Örn Jónsson, 3.3.2014 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband