Til hvers að eiga fiskinn ef "einhver annar" á nýtingaréttinn?

Með falsi og útúrsnúningum ætlar LÍÚ að nota leppa sína á þingi til að ná undir sig EILÍFÐAR eign á "nýtingu" fiskimiðanna. Samningaleiðin er hápunktur 20 ára valdaplots þar sem nokkrir útgerðaraðilar hafa með  þöggun og ofbeldi náð að halda kvótakerfinu illræmda við líði þrátt fyrir gífurlega eyðileggingu sem kerfið hefur valdið á þjóðfélagi okkar.

Verum nú ekki heimskar hænur lengur. Skoðum hvað hefur átt sér stað í útgerðinni.

Skoðum hvernig EINOKUNIN hefur verið aukin með afnámi frelsi til handfæraveiða.

Hvernig úthlutun aflaheimilda hefur verið takmörkuð til að halda uppi verði á kvótanum.

Hvernig fyrirfram greiddur arður hefur verið rifinn út  úr bönkunum.

Hvernig útgerðin kemst upp með að fá afskriftir kvótalána trekk í trekk án þess að gengið sé að kvótaveðunum.

Hvernig þjóðfélagið ber sig ekki  án arðsins af auðlindinni.

Stoppum þessa endaleysu sem fyrst HÉR VERÐUR ENGINN HAGVÖXTUR FÓLKSINS FYRR EN VIÐ AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ.

PS Sjálfstæðismenn EINOKUN OG KVÓTAR eru ekki stefnumið hægrimanna og því síður hagsmunapot. Þetta eru sefnumið Framsóknarmanna eins og Eimreiðinganna. Hreinsum til í Valhöll og sópum út þessu framsóknarhyski sem troðið hefur sér í valda og áhrifastöður Flokksins. Kominn tími til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband