"Íslenska efnahagsundrið" var bara geggjun...

Íslenska efnahagsundrið var bara geggjun og ekkert annað. Geggjun sem gekk út á að halda lýðnum illa upplýstum á meðan elítan herti tökin á EINOKUN í atvinnulífinu og undirtökin í bönkunum með hjálp stjórnvalda. Hjálp fólksins sem við kusum til að afnema spillingu og sóðaskap í stjórn- og bankakerfinu. Fólkið sem kom í veg fyrir „nýtt Ísland“.

Jú Eva Joly hjálpaði okkur og við settum upp embætti sérstaks saksóknara og við vorum heppin með frábæran starfskraft í FME Gunnar Andersen en létum skítaköggul í stjórnmálastétt komast upp með að bola honum úr starfi. Husið ykkur þau gátu stoppað flóð glæpamála inní réttarkerfið.  

Við létum (látum) hylja augum okkar orsök hrunsins á meðan sama orsök liðar þjóðfélag okkar í sundur svo ekki stendur lengur steinn yfir steini og fólk þjáist þraut pínt við slæm starfskilyrði og lág laun eins og í heilbrigðisgeiranum og víðar.

Hvað olli hruninu? FROÐA! Hvaðan koma FROÐAN? Peningarnir „milljarðarnir“ sem ekkert var á bakvið? Jú FROÐAN  kom úr ofur kvótalánum teknum út úr ríkisbönkunum veðsettum í kvóta kvótahirðarinnar. „Fyrirfram greiddur arður“ í sumum tilfellum eða menn voru „keyptir út“.  Þetta brall er ennþá á fullu og lánin afskrifuð en lántakendur halda kvótanum og fyrri „eigendur“ labba burt með milljarðana sem falla á endanum á ríkissjóð og veskið þitt.

Þessi FROÐA orsakaði „stækkun“ bankanna svo útúr flæddi og græðgin óx og óx og EIMREIÐIN OG SÍS MAFÍAN (þeir sem eru aftur komnir í stjórn) sem hvergi máttu sjá gróðavon einkavæddu bankana sem settu síðan þjóðina endanlega á hausinn og ætla að halda henni þar.

Hvers vegna stoppum við þessa geggjun ekki? Er ekki nóg að vera búin að missa stóran eða allan hluta eigna okkar og láta hnýta hér í raunveruleikan láglaunastefnu og þrældóm? Það sitja þjófar á þingi og erindi þeirra þangað er að fullkomna skipulagðan glæp gegn þjóðinni sem gengur út á að ná fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum til eilífðar. Ekki í eitt ár ekki í 10 ár eða 20 ár nei til eilífðar. Þetta styðjum við og undir engum nema okkur komið að stoppa þennan feril og geggjun.

Búsáhaldabyltingunni var stolið af fólkinu og snúið uppí andhverfu sína. Þá áttum við ekki stjórnaskrá og vissum ekki að ALLIR gömlu flokkarnir eru rotnir inn að beini í spillingu og hagsmunapoti og þeir fáu einstaklingar sem hanga þar  inni eru kúgaðir til hlýðni. Nú erum við tilbúin með nýtt fólk sem er reiðubúið að taka til hendinni og færa okkur aftur lýðræðið og réttlætið. Við höfum séð að heiðarlegir menn „af götunni“ eru margfalt betri stjórnendur en sauðspilltir stjórnmálamenn ON THE TAKE.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband