Viðbjóðslegur yfirgangur og frekja útgerðarinnar

Birtist nú í fyrirhuguðu frumvarpi RÍKISSTJÓRNAR LÍÚ þar sem á að ganga gegn skýrum vilja þjóðarinnar og eignaútgerðar mönnum kvótann. Þarna hámarkast margra ára skítaplott útgerðamanna sem með skipulögðum hætti og ómældu ofbeldi hafa notað sér EINOKUNINA á kvótanum til að festa eignarhald sitt á auðlindinni.

Með því að nota orðið nýtingarréttur er verið að freista þess að villa um fyrir þjóðinni sem "á" auðlindina og á þar með nýtingaréttinn og úthlutar honum til eíns ár í senn. Að bera því við að það þurfi 25 ára "nýtingarétt" til að fjárfesta í greinni er bara eitt áróðursbragðið enn og þarf ekki annað en að líta til áranna fyrir kvótakerfið til að sjá hvílíkt rugl fellst í þessari fullyrðingu.

Vilji þjóðarinnar er skýr hvað varðar fiskveiðistjórnina. Afnám kvótakerfisins með öllu og þar með forréttindi kvótahirðarinnar. Hér þarf að koma SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ þangað sem þjóðin sækir réttlátt gjald fyrir afnotaréttinn og sjómennirnir sem bera mestan og besta fiskinn að landi fá sína umbun. Við þurfum ekkert á frekjunni og yfirganginum í fámennisklíkunni í krigum Þorstein Má að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband