29.9.2013 | 08:51
AFNÁM KVÓTANS ER UNDIRSTAÐA NÝRRAR VELFERÐAR
Það var strax ljóst eftir hrun og verður ljósara og ljósar núna 5 árum seinna að hér verður ekki byggt upp og viðhaldið velferðarþjónustu, viðunandi heilbrigðisþjónustu og mannsæmandi launum nema við afnemum kvótakerfið með öllu og tökum upp sóknarmark með allan fisk á markað þar sem við opnum fyrir nýliðun í sjávarútvegi bæði í veiðum og vinnslu. Þannig fær þjóðfélagið aftur það flæði fjár sem við þurfum til að byggja upp velferð.
EINOKUNAR fyrirkomulag Framsóknarmanna í báðum ríkisstjórnarflokkunum má ekki verða til þess að við eyðileggjum okkar góða heilbrigðiskerfi sem við byggðum og rákum fyrir tilkomu kvótakerfisins. Við verðum að skilja að þetta er langstærsta hagsmunamál þjóðarinnar og veltur á hvort hér nái valdagráðugt fólk öllum völdum eða hvort við sköðum aftur heilbrigt samfélag þar sem allir sitja við sama borð hvar í landinu sem þeir búa hvað varðar auðævi þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Athugasemdir
Rétt og sönn er ræða þín Ólafur ... og takk fyrir það
Tryggvi Gunnar Hansen, 29.9.2013 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.